Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 70
þar eru saman komnar allar mögulegar unaðssemdir lífsins: snerting, sjón, heyrn, mál, skynjun, en líka að drekka, borða, kúka, þekkja, dansa. Það fylgir því líka gleði að gefa bami brjóst, og það er meira að segja nautn að ala bam, það er dásamlegt að hafa blæðingar, þær eru volgt slím, dökk mjólk, volgur blóðsœtur vökvi, sársauki sem veldur sviða líkt og hamingjan. Aðeins heimskingi gæti brosað að þessari gleðiyfirlýsingu. Bókstafstrú er alltaf yfirgengileg. Bókstafstrúarmaðurinn má ekki hafa áhyggjur af því að hann sé fáránlegur, ef hann ætlar alla leið, alla leið í auðmýktinni, alla leið í nautninni. Heilög Teresa dó með bros á vör, og á sama hátt heldur Heilög Annie Leclerc (höfundur bókarinnar sem ég vitnaði í) því fram að dauðinn sé augnablik gleði og karlmaðurinn einn óttist hann, vegna þess að hann sé svo óskaplega upptekinn af litla sjálfinu sínu og litla valdinu sínu. Efst, rétt eins og háhvelfing þessa musteris unaðssemdanna, trónir hláturinn, dásamleg alsœla hamingjunnar, hámark nautnarinnar. Hlátur nautnarinnar, nautn hlátursins. Þesskonar hlátur er óneitanlega handan við brandarann, illkx’ittnina og fáránleikann. Systumar tvær sem liggja hlið við hlið í rúminu hlæja ekki að neinu sérstöku, það er ekkert sem vekur hlátur þeirra, hann er tjáningarform vem sem gleðst yfir því að vera. Sá sem finnur til skyndilegs líkamlegs sársauka kveinkar sér samstundis (og hann er utan við fortíð og framtíð), og sama er að segja um þann sem veltist um af hlátri, hann man ekkert og vill ekkert, því á slíku augnabliki öskrar hann framan í heiminn og vill ekkert vita um neitt nema það. Þið kannist sjálfsagt við þetta atriði eftir að hafa séð það í tugum lélegra kvikmynda: drengur og stúlka haldast í hendur og hlaupa um fallegt landslag í vorskrúða (eða sumarskrúða). Þau hlaupa, þau hlaupa, þau hlaupa og hlæja. Hlátur hlauparanna tveggja á að gera heiminum öllum og gestum allra kvikmyndahúsa þetta ljóst: við erum hamingju- söm, við gleðjumst yfir því að vera þessa heims, það er algert samræmi milli okkar og verunnar! Þetta er heimskulegt atriði, klisja, en endurspeglar eina af grundvallarafstöðum manneskjunnar: alvarlega hláturinn, hláturinn handan brandarans. Allar kirkjudeildir, allir léreftsframleiðendur, allir hershöfðingjar, allir stjómmála- flokkar eru sammmála um þennan hlátur, og myndin af hlaupurunum tveimur sem hlæja á hlaupunum er birt á auglýsingaspjöldunum sem þeir nota til að reka áróður fyrir trú sinni, framleiðslu, hugmyndafræði, þjóð, kynferði og uppþvottadufti. Það er einmitt slíkum hlátri sem Michele og Gabriella hlæja. Þær eru að koma út úr ritfangaverslun, þær leiðast og halda í lausu hendinni á litlum pakka sem inniheldur litaðan pappír, lím og teygjur. „Sjáðu bara til, frú Rafael verður alveg stórhrifin," segir Gabriella og gefur frá sér stutt, hvell hljóð. Michele er henni sammála og gefur frá sér mjög svipuð hljóð. 68 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.