Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 72
Ég skrifaði því undir tilbúnu nafni langa og fallega grein um stjömuspeki, þvínæst mánaðarlega stuttan og frekar heimskulegan texta um hin ýmsu stjörnumerki og teiknaði sjálfur upp merki Nautsins, Hrútsins, Meyjunnar, Fiskanna. Ég hafði sáralítið upp úr þessu og þetta var í sjálfu sér hvorki skemmtilegt né merkilegt. Það skondna við þetta var tilvera mín, tilvera manns sem búið var að strika út úr sögunni, uppsláttarritum um bókmenntir og símaskránni, tilv :a dauðs manns sem endurholdgaðist nú á dularfullan hátt og fór skyndilega að boða hundruðum þúsunda ungmenna í sósíalísku landi sannleika stjömu- spekinnar. Dag einn sagði R. mér að aðalritstjórinn væri nú kominn með stjömuspekidellu og að hann hefði beðið mig um að gera stjömuspá handa sér. Ég tókst allur á loft. Rússar höfðu sett aðalritstjórann í ritstjórastólinn og hann hafði eytt hálfri ævinni í að lesa marx-lenínisma í Prag og Moskvu! „Hann var hálf kindarlegur þegarhann baðmig um þetta,“ útskýrði R. brosandi. „Hann vill síður að það fréttist að hann trúi á hindurvitni frá miðöldum. En hann langar þetta alveg hræðilega.“ „Fínt er,“ sagði ég himinlifandi. Ég þekkti þennan ritstjóra. Hann var yflrmaður R. en þar að auki meðlimur æðstu- nefndar flokksins, þeirri sem hafði umsjón með embættismönnum, og hann hafði lagt líf fjölmargra vina minna í rúst. „Hann óskar nafnleyndar. Ég á að gefa þér upp fæðingardag hans, en þú átt ekki að vita að þetta er hann.“ Þetta fannst mér alveg til að kóróna það: „Það er ennþá betra!“ „Hann ætlar að borga þér hundrað krónur fyrir stjömuspána." „Hundrað krónur? Hvað þykist hann eiginlega vera, þessi nískupúki?“ Hann varð að gera svo vel að senda mér þúsund krónur. Ég skrifaði sex þéttskrifaðar blaðsíður þar sem ég dró upp mynd af persónueinkennum hans og lýsti fortíð hans (ég var með nægar upplýsingar) og framtíð. Ég vann að þessu í heila viku og ræddi málin fram og aftur við R. Tilfellið er að með stjömuspá má hafa yndislega mikil áhrif á hegðun fólks, jafnvel stýra henni. Það er örugglega hægt að mæla með því að það geri ýmislegt, vara það við ýmsu öðm og fá það til að iðrast með því að læða inn hjá því að það megi búast við að lenda í allskyns hrakfömm í nánustu framtíð. Skömmu seinna hitti ég R. og við hlógum dátt. Hún sagði að ritstjórinn hefði snarbatnað frá því hann las stjömuspána. Hann öskraði minna. Hann varaðist að sýna sömu hörku og áður, rétt eins og stjömuspáin hafði ráðlagt honum, hann tók á allri þeirri góðmennsku sem hann átti til, og úr augum hans, sem hann beindi gjaman út í bláinn, mátti lesa hryggð manns sem veit að héðan í frá lofa stjömumar honum þjáningum einum. 70 TMM 1990:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.