Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 73
4 (Af tvenns konar hlátri) Sá sem lítur á kölska sem stuðningsmann hins Illa og engilinn sem baráttumann hins Góða, fellst á röksemdafærslu englanna. Málin eru vitaskuld flóknari en þetta. Englamir eru ekki stuðningsmenn hins Góða, heldur heilagrar sköpunar. Kölski er hins vegar sá sem neitar því að hinn heilagi heimur hafi nokkra rökræna merkingu. Eins og allir vita skipta englar og púkar yfirráðum heimsins á milli sín. Þó þýðir velferð heimsins ekki að englarnir séu búnir að klekkja á púkunum (eins og ég hélt þegar ég var lítill), heldur að þá ríki valdajafnvægi á milli þeirra. Ef heimurinn er fullur af óvefengjan- legri skynsemi (englamir em við völd), þá kiknar maðurinn undan þunga hennar. Ef heimurinn glatar allri merkingu (púkamir em við völd) verður líka ólíft. Hlutir sem fá óvænta merkingu, færast úr viðteknum stað sínum (marxisti sem lærði í Moskvu trúir á stjömuspá), koma okkur til að hlæja. Hláturinn er þannig upphaflega frá kölska kominn. Hann hefur slæm áhrif (allt er ólíkt því sem það virtist vera) en hann felur líka í sér notalegan létti (allt er léttara en það virtist vera, það veitir okkur meira frelsi og hættir að hvfla á okkur í fúlli alvöru.) Engillinn varð steinhissa í fyrsta sinn sem hann heyrði kölska hlæja. Þetta átti sér stað í veislu mikilli, salurinn var fullur af fólki og hlátur kölska greip hvem veislugestinn á fætur öðmm, því hann er hryllilega smitandi. Engillinn áttaði sig á því að það var verið að hlæja að guði og hans virðulega sköpunarverki. Hann vissi að hann varð einhvem- veginn að bregðast skjótt við, en honum fannst hann vera veikburða og vamarlaus. Þar sem honum datt ekkert í hug, fór hann að herma eftir andstæðingi sínum. Hann opnaði munninn, sendi frá sér hvell, sundurklippt hljóð sem lágu ofarlega á raddsviði hans (hljóðin líkjast mjög þeim hljóðum sem Gabriella og Michele senda frá sér úti á götu í strandbænum), en hann lagði andstæða merkingu í þau. Hlátur djöfulsins lét í ljós að allt væri fáránlegt, en engillinn vildi þvert á móti gleðjast yfir því að hér í heimi væri öllu vel fyrir komið, skapað af visku, allt væri harla gott og þrungið merkingu. Þannig sátu engillinn og djöfullinn augliti til auglitis, með opna munna og sendu frá sér ámóta hljóð, en hávaðinn í þeim hvomm um sig fól í sér gersamlega öndverða merkingu. Og djöfullinn horfði á engilinn hlæja og hann hló meira, betur og innilegar eftir því sem hann sá betur hvað þessi hlæjandi engill var óendanlega fyndinn. Fáránlegur hlátur er hrein lágkúra. Englamir hafa engu að síður náð nokkrum árangri. Þeir hafa blekkt okkur með því að breyta merkingu orðanna. Það er aðeins eitt orð til yfir eftirhermuhlátur þeirra og upphaflega hláturinn (hlátur kölska). Nú á tímum gerir fólk sér ekki einu sinni grein fyrir að það sem á yfirborðinu virðist vera eitt og hið sama, felur í TMM 1990:3 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.