Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 83
Þær svífa smátt og smátt upp um gatið, pappanefin á þeim sjást ekki lengur, ekkert stendur
lengur niður um gapandi opið nema þrjú pör af skóm og þau hverfa líka um leið og að
ofan berst furðu lostnum nemendum til eyma hlátur sem fjarlægist, gjallandi hlátur
erkienglanna þriggja.
9
Fundurinn sem ég átti með R. í lánsíbúðinni hafði úrslitaþýðingu
fyrir mig. Þá gerði ég mér endanlega ljóst að ég var orðinn óheilla-
kráka, að ég gæti ekki lengur lifað meðal fólks sem mér var annt um
ef ég ætlaði ekki valda því bölvun og að nú ætti ég einskis annars
úrkosti en að fara úr landi.
En ég hef aðra ástæðu til að rifja upp þennan síðasta fund okkar R. Mér hafði alla tíð
þótt vænt um þessa ungu konu, á ofur saklausan og allt annað en kynferðislegan hátt. Rétt
eins og líkami hennar hefði alla tíð fallið í skuggann fyrir skínandi gáfum hennar, hógværð
og snyrtimennsku. Það var ekki smuga fyrir mig að geta mér til um leiftur líkama hennar.
En skyndilega risti skelfingin hana á kvið líkt og slátrarahnífur. Mér fannst sem hún væri
skorin sundur fyrir framan mig, eins og skrokkur af kvígu sem er sneiddur í sundur
hangandi á krók í verslun. Við sátum hlið við hlið á dívaninum í lánsíbúðinni, til okkar
barst niðurinn frá vatninu sem var að renna í klósettkassann og skyndilega fylltist ég
ofsafenginni löngun til að leggjast með henni. Réttara sagt: ofsafenginni löngun til að
nauðga henni. Kasta mér á hana og taka hana í einu faðmlagi með öllum hennar óþolandi
æsandi andstæðum, fullkomnum klæðaburði hennar og ólgandi innyflum, með skynsemi
hennar og ótta, með stolti hennar og niðurlægingu. Mér fannst sem kjami hennar væri
fólginn í þessum andstæðum og að djúpt innra með henni lægi fjársjóður hennar, gullmoli,
demantur, fólginn. Mig langaði til að rjúka á hana og rífa hann af henni. Mig langaði til
að gleypa hana alla í mig með saur og ljúfri sál.
En ég sá hvar tvö angistarfull augu störðu á mig (angistarfull augu í gáfulegu andliti),
og því angistarfyllri sem þessi augu urðu, því meiri, fáránlegri, heimskulegri, hneykslan-
legri, óskiljanlegri og óframkvæmanlegri varð löngun mín til að nauðga henni.
Þegar ég gekk úr lánsíbúðinni þennan dag og aftur út á mannauða götuna í úthverfi
Pragborgar (hún hinkraði stundarkom, hún óttaðist að við myndum sjást saman ef við
yrðum samferða út), gat ég lengi vel ekki hugsað um annað en hvað mig hafði langað
ofboðslega til að nauðga þessari elskulegu vinkonu minni. Þessi löngun hefur tekið sér
bólfestu í mér, fangin eins og fugl í poka, fugl sem vaknar öðru hverju og ber vængjum.
Hugsanlega var þessi vitfirrta löngun til að nauðga R. aðeins örvæntingarfull tilraun
mín til að grípa í eitthvað í miðju falli. Því ég hef haldið áfram að hrapa frá því ég var
■=3
TMM 1990:3
81