Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 83
Þær svífa smátt og smátt upp um gatið, pappanefin á þeim sjást ekki lengur, ekkert stendur lengur niður um gapandi opið nema þrjú pör af skóm og þau hverfa líka um leið og að ofan berst furðu lostnum nemendum til eyma hlátur sem fjarlægist, gjallandi hlátur erkienglanna þriggja. 9 Fundurinn sem ég átti með R. í lánsíbúðinni hafði úrslitaþýðingu fyrir mig. Þá gerði ég mér endanlega ljóst að ég var orðinn óheilla- kráka, að ég gæti ekki lengur lifað meðal fólks sem mér var annt um ef ég ætlaði ekki valda því bölvun og að nú ætti ég einskis annars úrkosti en að fara úr landi. En ég hef aðra ástæðu til að rifja upp þennan síðasta fund okkar R. Mér hafði alla tíð þótt vænt um þessa ungu konu, á ofur saklausan og allt annað en kynferðislegan hátt. Rétt eins og líkami hennar hefði alla tíð fallið í skuggann fyrir skínandi gáfum hennar, hógværð og snyrtimennsku. Það var ekki smuga fyrir mig að geta mér til um leiftur líkama hennar. En skyndilega risti skelfingin hana á kvið líkt og slátrarahnífur. Mér fannst sem hún væri skorin sundur fyrir framan mig, eins og skrokkur af kvígu sem er sneiddur í sundur hangandi á krók í verslun. Við sátum hlið við hlið á dívaninum í lánsíbúðinni, til okkar barst niðurinn frá vatninu sem var að renna í klósettkassann og skyndilega fylltist ég ofsafenginni löngun til að leggjast með henni. Réttara sagt: ofsafenginni löngun til að nauðga henni. Kasta mér á hana og taka hana í einu faðmlagi með öllum hennar óþolandi æsandi andstæðum, fullkomnum klæðaburði hennar og ólgandi innyflum, með skynsemi hennar og ótta, með stolti hennar og niðurlægingu. Mér fannst sem kjami hennar væri fólginn í þessum andstæðum og að djúpt innra með henni lægi fjársjóður hennar, gullmoli, demantur, fólginn. Mig langaði til að rjúka á hana og rífa hann af henni. Mig langaði til að gleypa hana alla í mig með saur og ljúfri sál. En ég sá hvar tvö angistarfull augu störðu á mig (angistarfull augu í gáfulegu andliti), og því angistarfyllri sem þessi augu urðu, því meiri, fáránlegri, heimskulegri, hneykslan- legri, óskiljanlegri og óframkvæmanlegri varð löngun mín til að nauðga henni. Þegar ég gekk úr lánsíbúðinni þennan dag og aftur út á mannauða götuna í úthverfi Pragborgar (hún hinkraði stundarkom, hún óttaðist að við myndum sjást saman ef við yrðum samferða út), gat ég lengi vel ekki hugsað um annað en hvað mig hafði langað ofboðslega til að nauðga þessari elskulegu vinkonu minni. Þessi löngun hefur tekið sér bólfestu í mér, fangin eins og fugl í poka, fugl sem vaknar öðru hverju og ber vængjum. Hugsanlega var þessi vitfirrta löngun til að nauðga R. aðeins örvæntingarfull tilraun mín til að grípa í eitthvað í miðju falli. Því ég hef haldið áfram að hrapa frá því ég var ■=3 TMM 1990:3 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.