Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 86
Henni þótti hún vera persóna í sögu eftir Tolstoj. Kannski var það Stríð og friður. Eitthvað hlaut það að vera stórt. Eða skyldi það hafa verið í óperunni Eugene Onegin eftir Tsjækovskíj, og textinn eftir sjálfan Púskín? Augun voru orðin nær kringlótt af eftirvæntingu. Eða voru það vonbrigði? Var það harmur? Hún vissi ekki hvort. Eitthvað hvíldi á hjartanu altént. Efrivörin var furðu slétt fyrir og breið. Það komu tár í augun. Hún var svo ung. Hún hugsaði sér að nú ætti að fara að spila gamaldags vals. Mjög hátíðlega, í stórum sal. Hægt, svo hægt. Hálsinn var langur, og fingumir líka. Fætumir vom langir og grannir, ristin há. Hárið tekið í hnút í hnakkanum. Hún var hrædd við sitt eigið hjarta. Hún hugsaði sér kertaljós í fjölmörgum kristalsskálum í loftinu. Miklar ljósa- krónur, og geislabrotin. Hún elskaði. En hvem? Hún þráði að hjartað væri fullt af ást. Eða var þetta bara kvíði? Angist? Óþreyja? Einsemd? Hún vissi ekki hvað. Hún vissi ekki hvers konar manneskja hún væri eiginlega. Fann einhvem sviða í hjartanu. Og vissi ekki hvers vegna, hvað þetta ætti að tákna. Hún vissi bara að nú var nótt. Og um allaufgaða grein sem strýkst hægt við hægstreymt vatnið. Það togar varlega í grein, og tekur með eitt og eitt blað. Ber það með viðhöíh burt. Meðan einhver lék á gítar. Eða fremur að fitla við strengina. Að þreifa fyrir sér hvað ætti að spila. Fyrir hvem? Og datt ekkert sérstakt í hug af því hann var bara einn. Og vissi ekki að einhver væri nærri sem gæti heyrt. Hún gekk niður skákborðið niðurlút, gætti sín að stíga bara á hvíta reiti; líkt og hitt boðaði ógæfu, þeir svörtu. Salurinn var langur. Og hann stóð langt að baki, og horfði út um gluggann. Henni þótti hann horfa í hnakka sér. Og hnykkti höfðinu svo hárið slóst til og síður lokkur féll fyrir annað augað og kitlaði viðbeinið. Hann sá nú orðið litla tjöm í garðinum í slakka niður undan húsinu. Steinkast frá tröppunum þar sem bronzstyttumar fengu ekki að hefja dansinn. Trjágróður hálfan hringinn, og flatimar svo fyrir ofan, handan við tjömina. Þar vom tvær hvítar styttur; sem vom orðnar gráar. Hann sá að fuglamir höfðu dritað á hvirfilinn, og axlimar, í steinlokkana; á útrétta hönd sem var eins og hún væri að biðja um eitthvað. 84 TMM 1990:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.