Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 92
Svein. Framleiðandinn var ekki síður ánægður, hann vildi fara að byrja að eyða peningunum í tökur í stað þess að eyða peningum í tilgangslausa bið. Sveini fannst hann vera í draumi. Þegar tökunum lauk í Roswell var þotið til Hollywood þar sem innitökur voru teknar í stúdíói. Það sem Sveini fannst þó stórkostlegast var að Bemadetta var hrifin af honum. Þó honum fyndist það skrýtið þá lét hann það ekki aftra sér. Aðeins þremur vikum eftir að þau höfðu kynnst byrjuðu þau saman. — Heyrðu Sveinn, þeir eru að fara að loka héma, sagði Friðrik. — Ætlarðu að koma með okkur, við ætlum að fara heim og kíkja aðeins í glas. Friðrik átti við sig og vini sína sem höfðu sest hjá Sveini og honum fyrr um kvöldið. — Já, já, ég kem með, sagði Sveinn. — Áttu viskí? Friðrik jánkaði því. Sveinn vaknaði klukkan hálftólf daginn eftir með hræðilegan höfuðverk. Hann staulaðist fram í eldhús og fékk sér glas af vatni. Fór fram á bað og pissaði. Hann fór síðan aftur í rúmið og svaf til klukkan tvö. Þá dreif hann sig á fætur og fór á Tíu tár þar sem hann fékk sér kaffi og kleinuhring. Sjávarútvegsmálin vom enn og aftur á forsíðu Dagblaðsins. Stjömuspáin sagði að hann myndi ferðast innan tíðar og kynnast nýju fólki — ef hann héldi rétt á spöðunum. Lesturinn minnti Svein á að hann hafði ætlað að leita fyrir sér um vinnu á dagblöðunum. Það er orðið of seint í dag, hugsaði hann með sér. Ég fer eftir helgina, sagði hann við sjálfan sig um leið og hann gekk út og niður Laugaveginn. Það var farið að rigna og vætan leysti upp snjóinn sem bráðnaður rann í stríðum straumum á portúgalska grjótinu. Um helgina byrjaði aftur að snjóa þungum, blautum klessum. 90 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.