Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 29
Hjálmar Sveinsson
Land rithöfundanna
Walter Janka og Halldór Laxness
Walter Janka var útgáfustjóri Aufbau-forlagsins í Austur-Berlín og annaö-
ist útgáfu á bókum Halldórs Laxness í Austur-Þýskalandi. Janka hefur átt
viöburöaríka ævi, sem fram kemur í nýlegri ævisögu hans, og var bæöi
fangi nasista og kommúnista í Þýskalandi. Hér er sagt frá þessu og því
meðal annars að Halldór var einn fárra rithöfunda sem mótmælti handtöku
þessa manns áriö 1958.
í Gjörningabók Halldórs Laxness birtist
bréf sem stílað er á Wilhelm Pieck forseta
Austur-Þýskalands. Bréfið er dagsett 19.
júní 1958 og hefst á þessum orðum:
Það hryggir mig að heyra að fyrrverandi
útgefandi minn í Austur-þýska Alþýðulýð-
veldinu og eini vinur minn í Þýskalandi
öllu, Walter Janka, hafi setið í fangelsi í
Þýskalandi í meira en eitt ár af pólitískum
ástæðum. (Þýðing HS).
Laxness gefur enga nánari skýringu á því
hvers vegna Walter Janka var handtekinn,
hvorki í Gjörningabók né heldur öðrum
bókum sínum, og eftir því sem ég best veit
minntist hann aldrei á þennan vin sinn í
íslenskum dagblöðum.
Ég hitti Walter Janka í vor sem leið. Hann
er nýbúinn að skrifa ævisögu sína sem vak-
ið hefur talsverða athygli í Þýskalandi enda
hefur meira á daga hans drifið en gengur og
gerist.1 Hann var fangi nasista og stríðs-
hetja á Spáni; hann sat í fangabúðum í
Suður-Frakklandi eftir að lýðveldisherinn
hafði tapað stríðinu gegn fasistaherjum
Frankós, en slapp þaðan og flúði með æv-
intýralegum hætti til Mexíkó. I Mexíkó var
hann fenginn til að stýra bókaforlaginu Ex
Libro Libri sem þýskir útlagar höfðu stofn-
að. Árið 1947 settist hann að í Austur-
Þýskalandi og var ráðinn sem forstjóri
Aufbau-forlagsins fjórum árum síðar.
í sjálfsævisögunni segist Janka hafa borið
mikla virðingu fyrir rithöfundum og talið
þá gædda meira „civil courage“ eða borg-
aralegu hugrekki en annað fólk. „Á öllum
tímum,“ segir hann „hafa verið til rithöf-
undar sem þorðu að standa uppi í hárinu á
harðstjórum og ofríkismönnurrí*. Janka var
handtekinn síðla árs 1956 og sakaður um
TMM 1991:4
27