Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 66
unglingahljómsveita gat stælt erlenda tón- list, og Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jó- hannsson, Magnús Eiríksson, RúnarGunn- arsson og fleiri sömdu ágæt lög í bítlastíl. Túlkunin var að vísu sjaldnast frumleg, kannski helst hjá Rúnari Gunnarssyni, en engum duldist að bítlastrákar sóttu í sig veðrið með hverju ári. Þeir voru þó undarlega tómlátir um texta sína. Útgefendur fengu menn af djass- eða rokkkynslóð til að semja flesta textana, sem voru innihaldsrýrir og algerlega úr takt við það sem var að gerast meðal æskunnar. Þorsteinn Eggertsson, sem þó var af rokkkynslóð, komst næst því að semja ís- lenska bítlatexta. Reyndar var sú skoðun algeng að bítlatónlist ætti með réttu að syngja á ensku, en plötuútgefendur vildu íslenska texta og í Ríkisútvarpinu fékkst íslensk tónlist með enskum textum ekki spiluð; því létu menn sig hafa það að syngja texta á íslensku — og var um leið sama um innihald þeirra. Dátar sendu þó frá sér „Cadillac“ á ensku, Óðmenn „Tonight is the End“ og Hljómar nokkur lög undir heit- inu Thor’s hammer, og margir litu á þessi lög sem hin einu sönnu íslensku bítlalög. Hippaskeiöiö — æskan veröur fullvalda Hin aukna blöndun verkalýðsmenningar og millistéttarmenningar í unglingamenning- unni og sá róttæknisvipur sem oft varð á þessari blöndu tóku á sig nýtt form í hippa- menningunni, sem tók nánast völdin meðal æskunnar og í dægurtónlistinni frá 1967 og fram á 8. áratuginn. Árið 1967 voru íslensk æska og bítlatónlist þó engan veginn reiðu- búin að ganga henni á hönd. Næstu árin leitaði íslensk rokktónlist í tvær ólíkar áttir, annars vegar breyttist bítlatónlistin í dæg- urtónlist svipað og rokkið hafði áður gert og hins vegar efldist tilraunastarfsemi, einkum með auknum blúsáhrifum. Hippa- menningin hélt svo fyrir alvöru innreið sína bæði í tónlistina og æskuheiminn almennt frá árinu 1969. Þessi menningaráhrif komu í byrjun nær eingöngu erlendis frá, og ís- lensk æska tók að skrýða sig blómum, hippamussum og friðarhjali undir áhrifum frá erlendum jafnöldrum sínurn. Með hippamenningunni tók íslensk æska enn eitt skrefið til aukins sjálfstæðis. Sam- skiptanet hennar urðu þéttriðnari og að- skildari frá heimi fullorðna fólksins. Tón- listin varð metnaðarfyllri og viðhorfín and- stæðari ráðandi viðhorfum í landinu. Þegar leið á hippaskeiðið tóku hins vegar að myndast ný tengsl við íslenska þjóðmenn- ingu. Ný lífsgildi aðgreindu vaxandi hluta æskunnar frá neyslukapphlaupi almenn- ings og í andstöðunni gegn stríði og einkum þá Víetnamstríðinu tóku þessi gildi á sig pólitískt form. Meðal æskufólks fór að bera á því að friðarvilji væri tengdur andstöðu gegn bandaríska hemum og hin nýju lífs- gildi andófí gegn félagslegu misrétti í eigin landi. Þessarar viðhorfsbreytingar sá meðal annars stað í þeim textum sem fylgdu nýrri og metnaðarfyllri tónlist. Óðmenn sungu um spilltan heim, Björgvin Halldórsson um arðrán og kúgun, og allir sungu um frið og frelsi. Þessar pólitísku yfirlýsingar voru þó fremur yfirborðslegar og oftast lélegur skáldskapur, og íslensku hippahljómsveit- imar flúðu fljótlega yfir í enska texta. En æskufólkið sem hlustaði á spunatónlist og gítarsóló í Tjamarbúð fór líka í mótmæla- göngur gegn Víetnamstríði og hersetunni, 64 TMM 1991:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.