Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 22
við Solveigu og sjálfan sig. Aftur verða kaflaskipti, nýr bragarháttur tekur við, styttri vísur eða sex línur, ný rímsetning, hraðari taktur og í fyrstu línunum má aftur sjá hve óskýr mörkin eru á milli ljóðmæl- anda og söguhetju hans. Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd grípur fast um taum, svo hesturinn hnýtur og dettur, Hver talar hér? Ljóðmælandinn? Séra Odd- ur? Ótti fyrsta hlutans gýs hér upp aftur, minna bundinn eða agaður vegna þess að formið er frjálsara og hér er sömuleiðis erfiðara en áður að skilja orðræðu ljóðsins. Við höfum fengið að vita í öðrum hlutan- um að „hópurinn" sem ásækir manninn eru ódæmdar sakir sem hann sjálfur ljær andlit og í sektarkennd sinni og ótta. Draugarnir eru sem sagt ekki „raunverulegir“ heldur eru þeir persónugerfðir glæpir einstaklings- ins og sjálfsrefsing hans. Samkvæmt því er sýnin í þriðja hluta ljóðsins hugarburður söguhetjunnar: Uppgrafin stendur þar ódæðissynd, ógnandi í götunni voveifleg mynd, vakin af mannsins minni. Solveig kemur ekki utan frá heldur innan úr sálardjúpum þess sem á hana horfir. Leikur tunglskíma hverful um hár og helbleikar kinnar, en augu og brár skuggar í hálfrökkur hjúpa. úr hálsinum fellur fagurrautt blóð, freyðir og litar hjambarða slóð. Titra taugar í strjúpa. Það fellur skuggi á augu myndarinnar og brár, hún horfir á manninn innan úr myrkr- inu. Ljósið fellur hins vegar á sundurskor- inn háls hennar og það fossblæðir úr honum og „titra taugar í strjúpa“. Ljóðið er orðið „líffræðileg martröð“ eins og Matthías Við- ar Sæmundsson kallar allra nýjustu hryll- ingsmyndir Ameríkana.9 Myndin af Solveigu byggir á sömu fmm- forsendum og hrollvekjur samtíma okkar. Við lifum á tímum þar sem aðgreining sálar og líkama er orðin merkingarlaus af því að æ færri trúa á ódauðlega sál mannsins. Líkaminn er orðinn hið yfirskipaða merk- ingarmið, sem betur fer segja sumir, því miður segja aðrir. Frumforsendur hryllingsmyndanna eru ofbeldi og eyðilegging að sögn Matthíasar Viðars. I eldri myndunum er teflt saman andstæðunum: sterkurgegn veikum, sjúkur gegn heilbrigðum, villimennska gegn sið- menntun. I nýrri myndunum leikur hins vegar vafi á hver sé sjúkur og hver heil- brigður í nútímaþjóðfélagi sem er grimmt, ósiðmenntað og óskiljanlegt. Trúin á að hið góða muni sigra hið illa hefur verið missterk í hrollvekjunum frá einu tímabili til annars og einlægt hefur hún átt undir högg að sækja á tímum þjóðfélags- legs umróts og gildisupplausnar. Þetta má glöggt sjá í nútímahrollvekjum, segir Matthías Viðar, þar sem ofbeldið er orðið blindara og viðbjóðslegra en nokkru sinni. Hvorki morðinginn né áhorfendur hafa sér- stakan áhuga á fortíð eða framtíð fómar- lambsins, persónuleika eða sál þess sem drepinn er. Það leikur vafi á að fómarlamb- ið sé manneskja eða hlutur eða skipti máli yfirleitt.10 Þegar markalínur samfélagsins verða óskýrar eða hverfa, ógnar það alls konar viðmiðunum hugverunnar en óttinn sem 20 TMM 1991:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.