Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 107
hvað er nauðsynlegt og hvað ekki í læknismeð- ferð. Hann gagnrýnir t.d. þá tilhneigingu að telja ferð til læknis „hálf-misheppnaða“ ef við komum ekki með lyfseðil frá lækninum (bls. 113). Ætli Sighvatur Björgvinsson hafi lesið Umbúðaþjóðfélagið áður en hann setti nýjar reglur um lyfjakostnað sl. sumar? Ohætt er að taka undir það með Herði að ástæða er til að við skiljum betur störf lækna. Sérfræðiþekking sem beitt er án heildarsýnar dugar skammt. Því fer víðs fjarri að allir sér- fræðingar (læknar sem virkjanahönnuðir) skilji þetta. Hin helga dulúð um starfið þarf að víkja og ég veit að margir læknar eru mér sammála um einmitt þetta því að þrátt fyrir allt líta a.m.k. flestir læknar sem ég þekki á það sem hlutverk sitt að bæta mannlíf. Hér er því um gagnkvæma ábyrgð að ræða: á okkar ábyrgð er krefjast upplýsinga og læknum ber að mennta almenn- ing og útskýra í hverju læknismeðferð felst. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu og jafnrétti Það er rétt hjá Herði að peningaplokk sérfræð- inga í gegnum ríkið skapar ekki ábyrgðartil- finningu hjá okkur, sem leitum læknisráða, gagnvart því að halda kostnaði niðri. Það er eflaust líka rétt hjá Herði að vöxtur heilbrigðis- kerfisins komi einkum vellaunuðum stéttum og langskólagengnu fólki að gagni. Er það ekki síst vegna þess að eftir því sem menntun fólks er meiri hefur fólk betri forsendur til að nýta sér ýmsa möguleika sem það annars myndi ekki vita um. En það stafar líka af tilhneigingu til að láta notendur borga meira og raunar svo mikið að það kemur við pyngju þeirra sem minnst hafa í henni. Nýlegar breytingar á greiðslum fyrir lyf em einmitt dæmi um að meiri greiðslur „neyt- enda“ lyfja, sem ég vil samkvæmt íslenskri málvenju kalla sjúklinga, leiða til þess að fólk sem á ekki mikla peninga þarf að greiða mun meira fyrir lyf en áður. Eg vara einnig við því að nota þá líkingu að við sem notum læknisþjónustu séum „neytend- ur“ og þeirri hugmynd að við þurfum að fá reikninga fyrir þjónustunni og borga hlutfalls- legan kostnað. Þvert á móti þarf að halda áfram að tryggja aðgang allra að góðri heilbrigðis- þjónustu. Aukin þátttaka sjúklinga í lyfja- og lækniskostnaði kemur niður á {Deim sem síst skyldi. Eg hefi búið í Bandaríkjunum, landi sem er án almennrar heilbrigðisþjónustu, í nokkur ár. Þar kynntist ég nokkuð afleiðingum þess fyrirkomulags. Þær eru t.d. aukinn ungbama- dauði, misrétti sem felst í því að ríkt fólk er læknað af sjúkdómum sem fátækt fólk deyr úr (millistéttarfólk er læknað ef það hefur verið heppið með tryggingafélag) og ríkari læknar en á íslandi. Það væri að fara öfugt að að skipta yfir í kerfi sem reynist illa annars staðar og þarlent félagshyggjufólk beitir sér fyrir að breyta. Það er ekki einu sinni svo að mið- og yfirstéttar„neytendur“, sem eru tryggðir, hafi meiri upplýsingar um kostnað við heilsugæsl- una en Islendingar hafa um kostnað við heilsu- gæslustöðvar. Við skulum gæta okkar á einkarekstri í heil- brigðisþjónustu. Við skulum draga úr honum, t. d. í tannlækningum. Ekkert bendir til þess að tannlæknar myndu vinna störf sín verr né skurð- læknar eða lyflæknar á ríkisspítulum betur væri rekstrarformum breytt. Einkarekstur er óþarfar umbúðir, svo notað sé líkingamál Harðar, og það er rangt hjá honum að túlka ríkið sem „þriðja aðila“ (bls. 101). Einkarekstur tíðkast nú innan hins opinbera kerfis og hefur að sögn Harðar sjálfs stóraukið kostnað þar sem slíkt fyrirkomulag tíðkast erlendis (bls. 120). Raunar er vandséð að ákvæðisvinna í heilbrigðisþjón- ustu geti þjónað nokkru öðru markmiði en því að gera launaumslag sérfræðinga þykkara. Einkarekstur myndi líka auka sjálfdæmi lækna, ekki einungis um „gæði þjónustu sinnar“ (bls. 101), heldur og verðlagningu, og er síst á kostn- að af heilbrigðisþjónustu bætandi. Eg tek því undir með Herði að það séu „engin rök fyrir því að ekki sé hægt að vinna öll störf innan heil- brigðiskerfisins fyrir föst laun eins og gert er í öðrum rekstri sem hið opinbera greiðir að mestu TMM 1991:4 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.