Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 111
stúlku í bláu — bláum angurværum tónum treg- ans. Það heitir „Blús“ (40) og hefurbreyst áber- andi í áranna rás: Kulkisan er blá og breiðir úr sér eins og haust á trjágrein eins víst er að maður verði tvísaga þegar kæruleysislegur bláminn framundan breytist í fjólubláar fjólur og lesi af laufinu tvo hesta bláa úr buskanum annar fer ljósbláum logum um landið meðan hinn sýnist blár eins og nótt í málverki. Að taka sér stöðu Á íslandi er þúsund ára ljóðhefð sem ekkert alvöruskáld kemst framhjá. Spurningin er bara hvort maður velur uppreisn, sjálfstæði eða und- irgefni. Linda sýnir sjarmerandi sjálfsöryggi í samtölum við hefðina í Bláþrœði. „Sólstafir" eru dæmi um það (37). Þar byrjar hún á að mála mynd af stúlku með hvítu ofan í hvítt, enda er þetta goðkynjuð vera, nýstigin úr svanshami sínum: Og ég man eftir morgni í möðrudal á efrafjalli og stúlku sem var þannig búin að ský huldi hana í ffaman og rjómaskán ofan í mitti og niður um hana féll snjóskriða og hún stóð rétt eins og kerti steypt úr tólg eða hvítri hraunleðju sem í jaðrana tvinnaðist saman við fjaðrimar kríngum svanshaminn í götunni. .. . Landið stígur fram sem hvít kona í anda róm- antísku skáldanna, þó ekki hefðu þau lýst henni svona. En Ijóðið er ekki búið, og í framhaldinu kemur enn betur í ljós að sýn skáldsins er ekki einhlít, varla tvíræð: þetta er minnst þriggja hæða ljóð og spuming að hverjum skáldið hlær mest, hinum rómantísku feðrum, túlkunum og sýnum þeirra — eða sjálfri sér, túlkun sinni á þeim: Þessi stúlka sýndist horfa í fjarskann á eitthvað sem líktist stjömu með hala eða herskara álfta í hæstum hæðum og svo spurði hún í einlægni: Er þetta resept eða ástarbréf gæskur? Og þegar ég rifja þetta upp líður mér eins og hafnarstúdent sem er nýstiginn á skipsfjöl. Sama margfalda sjónarhomið er í „Vaxmynd“ (31), frábærlega ortu vitsmunalegu ljóði um villugjama skynjun okkar í heimi í upplausn. Linda Vilhjálmsdóttir er skáld; orðhög, myndvís, fyndin og gáfuð, og hefur meira að segja en hér verður sýnt. Með þessari fyrstu bók skipar hún sér á bekk með höfuðskáldum yngri kynslóðarinnar. Silja Aðalsteinsdóttir Úttekt á Ijóðum Snorra Páll Valsson. Þögnin er eins og þaninn strengur. Þróun og samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar. Studia islandica 48. Reykjavík 1990. 214 bls. I viðtali sem Magnús Kjartansson átti við Snorra Hjartarson í tilefni af útkomu Laufs og stjarna blaðar hann á einum stað í gegnum handrit skáldsins og sér þar að í kvæðinu Fjallið hefur „málarinn máð burt litinn". Upphafsorðið „blátt“ hefur verið strikað út. „Auðvitað“, svar- ar Snorri, „í ljóði má ekki standa neitt óþarft orð. Það þarf ekki að taka það fram að fjarlægt fjall sé blátt.“ I endanlegri gerð í bókinni er erindið svo- hljóðandi: Fjarlægt og eitt rís fjallið úr sinubleikri sléttunni. TMM 1991:4 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.