Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 111
stúlku í bláu — bláum angurværum tónum treg-
ans. Það heitir „Blús“ (40) og hefurbreyst áber-
andi í áranna rás:
Kulkisan er blá
og breiðir úr sér
eins og haust á trjágrein
eins víst er að maður verði tvísaga
þegar kæruleysislegur bláminn framundan
breytist í fjólubláar fjólur
og lesi af laufinu
tvo hesta bláa úr buskanum
annar fer ljósbláum logum um landið
meðan hinn sýnist blár eins og nótt í
málverki.
Að taka sér stöðu
Á íslandi er þúsund ára ljóðhefð sem ekkert
alvöruskáld kemst framhjá. Spurningin er bara
hvort maður velur uppreisn, sjálfstæði eða und-
irgefni. Linda sýnir sjarmerandi sjálfsöryggi í
samtölum við hefðina í Bláþrœði. „Sólstafir"
eru dæmi um það (37). Þar byrjar hún á að mála
mynd af stúlku með hvítu ofan í hvítt, enda er
þetta goðkynjuð vera, nýstigin úr svanshami
sínum:
Og ég man eftir morgni
í möðrudal á efrafjalli
og stúlku sem var þannig búin
að ský huldi hana í ffaman
og rjómaskán ofan í mitti
og niður um hana féll snjóskriða
og hún stóð rétt eins og kerti
steypt úr tólg eða hvítri hraunleðju
sem í jaðrana tvinnaðist saman við fjaðrimar
kríngum svanshaminn í götunni. .. .
Landið stígur fram sem hvít kona í anda róm-
antísku skáldanna, þó ekki hefðu þau lýst henni
svona. En Ijóðið er ekki búið, og í framhaldinu
kemur enn betur í ljós að sýn skáldsins er ekki
einhlít, varla tvíræð: þetta er minnst þriggja
hæða ljóð og spuming að hverjum skáldið hlær
mest, hinum rómantísku feðrum, túlkunum og
sýnum þeirra — eða sjálfri sér, túlkun sinni á
þeim:
Þessi stúlka sýndist horfa í fjarskann
á eitthvað sem líktist stjömu með hala
eða herskara álfta í hæstum hæðum
og svo spurði hún í einlægni:
Er þetta resept eða ástarbréf gæskur?
Og þegar ég rifja þetta upp
líður mér eins og hafnarstúdent
sem er nýstiginn á skipsfjöl.
Sama margfalda sjónarhomið er í „Vaxmynd“
(31), frábærlega ortu vitsmunalegu ljóði um
villugjama skynjun okkar í heimi í upplausn.
Linda Vilhjálmsdóttir er skáld; orðhög,
myndvís, fyndin og gáfuð, og hefur meira að
segja en hér verður sýnt. Með þessari fyrstu bók
skipar hún sér á bekk með höfuðskáldum yngri
kynslóðarinnar.
Silja Aðalsteinsdóttir
Úttekt á Ijóðum Snorra
Páll Valsson. Þögnin er eins og þaninn strengur.
Þróun og samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar.
Studia islandica 48. Reykjavík 1990. 214 bls.
I viðtali sem Magnús Kjartansson átti við
Snorra Hjartarson í tilefni af útkomu Laufs og
stjarna blaðar hann á einum stað í gegnum
handrit skáldsins og sér þar að í kvæðinu Fjallið
hefur „málarinn máð burt litinn". Upphafsorðið
„blátt“ hefur verið strikað út. „Auðvitað“, svar-
ar Snorri, „í ljóði má ekki standa neitt óþarft
orð. Það þarf ekki að taka það fram að fjarlægt
fjall sé blátt.“
I endanlegri gerð í bókinni er erindið svo-
hljóðandi:
Fjarlægt og eitt
rís fjallið
úr sinubleikri sléttunni.
TMM 1991:4
109