Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 59
menningarlegum efnum, átti bændastéttin
þeim mun öflugri fulltrúa. Ungmennafé-
lagshugsjónin gegnsýrði allt samfélagið og
þar á meðal skólakerfið, og það var andleg-
ur skyldleiki með þeirri þjóðemishyggju
sem hún boðaði og hinni endurvöktu þjóð-
ernisstefnu sem sósíalistar aðhylltust eftir
að þeir afsöluðu sér alþjóðahyggjunni á
fjórða áratugnum (Öm Ólafsson). Gagn-
kvæm nálgun á menningarsviðinu varð fyr-
irrennari hins pólitíska bræðralags sem
myndaðist með framsókn og sósíalistum á
viðreisnarárunum.
Það er athyglisvert að helstu stjómmála-
stefnur þessara ára réttlættu sig með túlk-
unum á samfélagi sögualdar. Jónas frá
Hriflu túlkaði þetta samfélag sem frjáls
samtök frjálsra bænda, eins konar kaupfé-
lag. Bjarni Benediktsson lýsti því sem
gósenlandi hins frjálsa framtaks, en Einar
Olgeirsson reyndi að sýna fram á að eins
konar frumkommúnismi hefði verið end-
urreistur á Islandi við landnámið. Allir
þessir stjórnmálaforingjar töldu nauðsyn-
legt að setja eigin stjórnmálastefnu fram
sem beint og rökrétt framhald af samfé-
lagsgerð sögualdar og sjálfstæðisbaráttu
19. aldar.
A stjómmálasviðinu hafði hið NATO-
sinnaða bandalag „lýðræðisflokkanna“
þriggja algert forræði. Á efnahagssviðinu
giltu helmingaskipti Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna, en á menningarsviðinu
var þjóðemishyggjan allsherjarviðmiðun,
þótt þjóðlegt íhald, ungmennafélagar og
sósíalistar toguðu að nokkru leyti hver í
sína áttina.
Á öllum þessum þrem sviðum var hið
mismunandi forræði stöðugt á ámnum
1946-1956, en síðan hófst langvarandi
upplausn þess sem enn er ekki lokið. Hið
menningarlega forræði stóð lengi traustum
fótum í öllum helstu menningarstofnunum
samfélagsins, svo sem Ríkisútvarpi, skól-
um, Þjóðleikhúsi, helstu bókaforlögum,
dagblöðum og tímaritum. Þjóðernishyggj-
unni fylgdi tryggð við klassíska hámenn-
ingu og gildi íslenska bændasamfélagsins.
Undir þessu lygna yfírborði hnigu þó
ýmsir straumar í aðrar áttir. Almenningur
var ölvaður af þeim nýju tækifæmm sem
opnuðust á stríðsárunum. Menn gátu ekki
einungis látið gamla drauma um gott, eigið
húsnæði og fulla atvinnu rætast, heldur
buðust ný neyslutækifæri sem fáa hafði
órað fyrir. Innflutningshömlur juku enn á
áfergjuna í neysluvarninginn sem Kaninn
hafði kynnt landsmönnum. Margir höfðu
horft á Hollywoodmyndir frá því á fjórða
áratugnum en gátu nú loks reynt að líkja
eftir því lífi sem þar var sýnt.
Ríkjandi menning í landinu var uppmnn-
in í bændasamfélaginu. í útjöðmm þess
samfélags hafði hins vegar dafnað annað
afbrigði alþýðumenningar. Langt fram á
nítjándu öld gátu múgamenn ýmist hokrað
á kotbýlum eða ráðið sig í vist. Þá fór
sjávarþorpum að vaxa ásmegin og þar
buðust íslensku alþýðufólki fyrstu tækifær-
in til að verða sjálfstæðir launþegar og jafn-
vel að einhverju leyti eigin herrar í útgerð.
Hvunndagsmenning sjávarplássanna var
jafnan litin homauga af þeim öflum sem
tóku til máls í almennri menningammræðu
(Ólafur Ásgeirsson), og lífið þar talið
ómenningarleg villimennska. Hins vegar
má segja að þetta jaðarhugarfar hafi búið í
haginn fyrir þá hvunndagsmenningu sem
blómgaðist með nýjum lífstækifærum og
nýjum neyslumöguleikum í kjölfar síðari
heimsstyrjaldar. Þó er enn langt í land að
hlutverki sjávarútvegssamfélaganna í mót-
TMM 1991:4
57