Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 59
menningarlegum efnum, átti bændastéttin þeim mun öflugri fulltrúa. Ungmennafé- lagshugsjónin gegnsýrði allt samfélagið og þar á meðal skólakerfið, og það var andleg- ur skyldleiki með þeirri þjóðemishyggju sem hún boðaði og hinni endurvöktu þjóð- ernisstefnu sem sósíalistar aðhylltust eftir að þeir afsöluðu sér alþjóðahyggjunni á fjórða áratugnum (Öm Ólafsson). Gagn- kvæm nálgun á menningarsviðinu varð fyr- irrennari hins pólitíska bræðralags sem myndaðist með framsókn og sósíalistum á viðreisnarárunum. Það er athyglisvert að helstu stjómmála- stefnur þessara ára réttlættu sig með túlk- unum á samfélagi sögualdar. Jónas frá Hriflu túlkaði þetta samfélag sem frjáls samtök frjálsra bænda, eins konar kaupfé- lag. Bjarni Benediktsson lýsti því sem gósenlandi hins frjálsa framtaks, en Einar Olgeirsson reyndi að sýna fram á að eins konar frumkommúnismi hefði verið end- urreistur á Islandi við landnámið. Allir þessir stjórnmálaforingjar töldu nauðsyn- legt að setja eigin stjórnmálastefnu fram sem beint og rökrétt framhald af samfé- lagsgerð sögualdar og sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. A stjómmálasviðinu hafði hið NATO- sinnaða bandalag „lýðræðisflokkanna“ þriggja algert forræði. Á efnahagssviðinu giltu helmingaskipti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, en á menningarsviðinu var þjóðemishyggjan allsherjarviðmiðun, þótt þjóðlegt íhald, ungmennafélagar og sósíalistar toguðu að nokkru leyti hver í sína áttina. Á öllum þessum þrem sviðum var hið mismunandi forræði stöðugt á ámnum 1946-1956, en síðan hófst langvarandi upplausn þess sem enn er ekki lokið. Hið menningarlega forræði stóð lengi traustum fótum í öllum helstu menningarstofnunum samfélagsins, svo sem Ríkisútvarpi, skól- um, Þjóðleikhúsi, helstu bókaforlögum, dagblöðum og tímaritum. Þjóðernishyggj- unni fylgdi tryggð við klassíska hámenn- ingu og gildi íslenska bændasamfélagsins. Undir þessu lygna yfírborði hnigu þó ýmsir straumar í aðrar áttir. Almenningur var ölvaður af þeim nýju tækifæmm sem opnuðust á stríðsárunum. Menn gátu ekki einungis látið gamla drauma um gott, eigið húsnæði og fulla atvinnu rætast, heldur buðust ný neyslutækifæri sem fáa hafði órað fyrir. Innflutningshömlur juku enn á áfergjuna í neysluvarninginn sem Kaninn hafði kynnt landsmönnum. Margir höfðu horft á Hollywoodmyndir frá því á fjórða áratugnum en gátu nú loks reynt að líkja eftir því lífi sem þar var sýnt. Ríkjandi menning í landinu var uppmnn- in í bændasamfélaginu. í útjöðmm þess samfélags hafði hins vegar dafnað annað afbrigði alþýðumenningar. Langt fram á nítjándu öld gátu múgamenn ýmist hokrað á kotbýlum eða ráðið sig í vist. Þá fór sjávarþorpum að vaxa ásmegin og þar buðust íslensku alþýðufólki fyrstu tækifær- in til að verða sjálfstæðir launþegar og jafn- vel að einhverju leyti eigin herrar í útgerð. Hvunndagsmenning sjávarplássanna var jafnan litin homauga af þeim öflum sem tóku til máls í almennri menningammræðu (Ólafur Ásgeirsson), og lífið þar talið ómenningarleg villimennska. Hins vegar má segja að þetta jaðarhugarfar hafi búið í haginn fyrir þá hvunndagsmenningu sem blómgaðist með nýjum lífstækifærum og nýjum neyslumöguleikum í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Þó er enn langt í land að hlutverki sjávarútvegssamfélaganna í mót- TMM 1991:4 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.