Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 15
En í draumi sérhvers manns er fall hans
falið. Ég er svolítið hræddur um að frá
heimspekilegu sjónarmiði bíði Einars sömu
örlög og Bjöms Gunnlaugssonar (og kann-
ski Hegels). Þeirra stærðfræðilega tilraun
til þess að sætta og fella saman gjörólík
viðhorf í eitt heildstætt og rökrænt kerfi var
kannski frá upphafi dauðadæmd. Einar
trúði hins vegar á þetta og reyndi í fullri
einlægni að smíða samfellda, heila og
óslitna keðju úr sundurleitum hlekkjum.
Þótt mönnum veitist kannski nú á dögum æ
erfiðara að feta sig eftir henni, þá hefur
þessi smíði þó alltént verið nokkurs virði
því sá sem reynir að skapa, hann brýtur oft
okkar hugarhlekki og opnar okkur þar með
nýja sýn sem auðvitað er eitt helsta mark-
mið góðs skáldskapar.
1. Grein þessi er að mestu leyti samhljóða erindi sem
greinarhöfundur hélt á þingi Félags áhugamanna
um bókmenntir um Einar Benediktsson, þann 6.
júlí 1991. Eins og vera ber með erindi á slíkum
þingum er hér frekar reynt að varpa fram hug-
myndum en veita fullmótuð svör.
Allar tilvitnanir í kvæði Einars eru í Einar
Benediktsson. Kvœðasafn. Reykjavík 1964.
Upphafstilvitnunin er þar á bls. 128.
2. Þessi huglægni minnir kannski svolítið á þá frægu
„huglægu" línu Tómasar, „ég hélt ég væri smá-
mey/ og hugðist finna til“ og mætast þar óvænt
einhver okkar ólíkustu Ijóðskáld.
Önnur hlið þessarar huglægni er svo sú merki-
lega staðreynd að afar víða í kvæðum Einars er
hægt að samsama ljóðmælanda honum sjálfum.
Persóna hans kemur þar beint fram eða liggur
undir og yfir flestum kvæðanna, m.a.s. í kvæðum
sem eiga að vera um tiltekna menn, til dæmis í
Davíð konungur, eins og Sigurbjörn Einarsson
hefur bent mér á.
3. Sjá Gils Guðmundsson. Vœringinn mikli. Reykja-
vík 1990. Bls. 112-113.
4. Gils Guðmundsson 1990. Bls. 173.
5. Sjá Kristján Karlsson: „Inngangur". Ljóðasafn
Einars Benediktssonar. Hafnarfirði 1979. Bls.
18.
6. Sjá Benedikt Gröndal. Dœgradvöl. Reykjavík
1965. Bls. 77.
7. Lbs. 2009, 4to.
8. Gunnar Harðarson: „Njóla og íslensk heimspeki“.
Skírnir vor 1990. Bls. 79.1 samaheftiergrein um
ævi Bjöms Gunnlaugssonar eftir Bergstein Jóns-
son, „Spekingurinn með bamshjartað".
9. Efasemdir hafa oft verið túlkaðar sem merki um
trúhneigð og ýmsir af frægustu trúmönnum ver-
aldarsögunnar voru helteknir af stríðum efasemd-
um um Guð. Hér nægir að benda á Agústínus
kirkjuföðurog/áM/ngarhans. Af íslenskum bók-
menntafræðingum sem hafa túlkað þetta sjónar-
mið er Sigurður Nordal skýrasta dæmið og má
benda á ritgerðir hans um Stephan G. Stephans-
son og Þorstein Erlingsson í því sambandi.
10. í raun og veru minnir margt í kvæðum Einars
mjög á bollaleggingar Kants, ekki einungis það
sem nefnt er að ofan heldur einnig t.d. hugmyndir
hans um listina sem standi utan og ofan við
efnisheiminn. Það er víða og ekki síst í kvæðum
frá síðari hluta ferils síns, sem manni finnast
hugmyndir Einars um skáldskapinn og í raun
grfðarleg upphafning hans á honum bera sterkan
keim af Kant. Ef við hugsum líka til spakmæla-
gerðar, aforisma Einars, þá kemur á daginn að
þeir eru fyrst og fremst móralskir. Þeir eru siða-
boð um það hvemig skuli lifa, en eins og mörgum
er kunnugt er Immanúel Kant kannski nú á dög-
um þekktastur fyrir skrif sín um siðfræði og setti
þar fram merkileg siðalögmál.
11. Um heimspeki Hegels hefur auðvitað mikið og
margt verið skrifað, einnig á íslensku, en eitt
haldbesta yfirlitið er kannski grein Kristjáns
Amasonar, „Mótsögn og miðlun" (Skírnir 1986),
þar sem komið er inn á ýmsar af forsendum þess
sem hér er sagt.
12. Það er freistandi í þessu samhengi að heimfæra
upp á Einar orð Þorsteins Gylfasonar um Hegel í
Valdsorðaskaki (1982): „veruleikinn er að því
leyti frábrugðinn prófessor Hegel að hann er
sjálfum sér samkvæmur".
13. Til Huldu, úr Hrönnum 1913. Einar Benedikts-
son. Kvœðasafn. Reykjavík 1964. Bls. 295.
14. Ursfðustu Ijóðabók hans, Hvömmum 1930. Einar
Benediktsson. Kvœðasafn. Reykjavík 1964. Bls.
607.
TMM 1991:4
13