Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 43
lengri kafla til þess að allir sæju blekking- una.13 Sú grein, sem Benedikt var hér að svara, hafði birst í Kirkjublaðinu án höfundar- nafns, svo að Benedikt vissi ekki hver var höfundurinn er hann sendi svargrein sína til Þórhalls Bjarnarsonar með bréfi 10. maí 1896. Þegar hún kom ekki í Kirkjublaðinu gekk hann eftir henni hjá Þórhalli með bréfi 12. nóv. 1896.14 Þórhallur endursendi svo greinina með bréfi „á jóladaginn 1896“ og sagði þar m.a.: Fæstir blaðaútgefendur munu sinna því að endursenda ónotaðar greinar, hitt sjálf- gefið að láta þær eigi misfarast í óreiðu — stinga þeim bara í ofninn þegar fyllist hjá manni. — Samt var það ætlun mín að end- ursenda yður grein yðar, bæði vegna inni- haldsins, sem ég að sumu get metið, en sérstaklega vegna búningsins, sem gjörir flestum lærðum mönnum kinnroða. Eins og þér búist við í bréfi yðar fyrra vildi ég ekki taka greinina, sérleg ástæða lá þar og til, að höfundurinn, sem þér ritið á móti og eruð óþarflega harðorður við, var Gnmur Thom- sen, minn góði vin. Auðvitað er slíkt skriftamál ekki til hróss ritstjóranum, og það var nú heldur ekki nema að nokkru leyti ástæða til að hafna greininni. Aðalástæðan þessi lofsöngur agnostíkurinnar.15 Arthur James jarl af Balfour (1848-1930) var nafntogaður enskur stjórnmálamaður í flokki íhaldsmanna og margoft ráðherra, þ.á m. forsætisráðherra, á Bretlandi. Auk þess var hann virtur rithöfundur um heim- spekileg og trúarleg efni og varð hvað fræg- ust bók hans The Foundations of Belief (1895), þar sem hann beindi spjótum sínum einkum gegn pósitívismanum og natúral- ismanum. Það vom grundvallarhugmyndir þessarar bókar sem urðu Grími Thomsen kveikjan að grein hans auk þess sem hann freistaði að kynna meginsjónarmið Bal- fours. Grein sína nefndi hann „Heimspeki og guðfræði. Út af bók A. J. Balfour: Foundations of belief‘. Hann hóf hanaáþví að rekja það sem hann taldi hafa verið meg- inþróun evrópskrar hugsunar á 19. öld: Um síðustu aldamót og nokkuð fram eftir þeirri öld, sem nú er að líða, var straumur heimspekinnar samhliða guðfræðinni. Þeir tveir miklu spekingar, sem þá voru uppi, fyrst Kant og síðan Hegel, fóm það sem ég kalla efri veginn í sínum kenningum; þeir leituðu að upphafi alls hjá þeirri eilífu skyn- semi, sem af sér hefði framleitt hið gjör- valla bæði í þeim sýnilega og þeim ósýnilega heimi (idealismus). En — þegar leið á öldina komu aðrir, sjálfsagt menn miklum hæfilegleikum búnir, og fóru neðri veginn að rannsaka nákvæmlega hið ein- staka, finna í því lögmál náttúrunnar og hinna sérstöku eðlis-afla, hvemig hvert greip í annað, hvert var öðm andstætt, en héldu þó einmitt með því saman hinni miklu vél heimsins og efldu framför hans, að minnsta kosti að sumu leyti og um stund- arsakir, hvað sem síðar yrði. Þessir spek- ingar þóttust byggja á reynslunni einni og ekki taka neitt til greina nema það sem séð og sannað yrði. Þeir tóku sigurverk heims- ins í sundur og senu það aftur saman, skoð- uðu hjól og fjaðrirog sönsuðu sig á, hvernig allt samverkaði til gangs og hreyfingar, en fengust ekkert um úrsmiðinn eða hvernig sigurverkið væri dregið upp. Þessa stefnu hafa menn ýmist kallað realismus, materi- alismus, eða naturalismus, en hún skiptist aftur í margar greinir. Einn, Auguste Com- te, frakkneskur maður, gjörði mannkynið að guði, reyndar ekki í þeim skilningi, að manneskjan hefði upphaflega skapað heiminn eða sjálfa sig, — við það fékkst TMM 1991:4 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.