Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 47
Þó að Benedikt verði sjónarmið pósitív- ista og natúralista í þessari grein, stóðu honum nær, þegar hér var komið sögu, trú- arlegir efasemdamenn á borð við breska náttúrufræðinginn Thomas Henry Huxley (1825-95), enda vitnar hann langmest til hans. Sjálfur lýsir Benedikt ágætlega breytiþróun hugmynda sinna og lífsvið- horfa á þessum árum í bréfi til Sigurðar á Ystafelli:22 Heimspekina þína líkar mér vel við. Eg vona að ég lifi ekki lengur en ég get orðið „begeistret", og það jafnvel af litlu, og það er eflaust minn skásti kostur. Eg er t.d. núna í sjöunda himni yfir að hafa fundið sjálfan mig á ný eftir að hafa týnt sjálfum mér í realistisk-pessimistisku moldviðri. Þegar ég fór að kynnast ný-rómantíkumm, og einkum móraiistum Engla og Vestmanna, þá birti mér aftur fyrir augum. Pessimismen lá á mér eins og mara og ég reyndi að brjótast um. Það vona ég að þú hafir fundið í löngu bréfi sem ég reit þér einu sinni. Nú er ég iaus undan þeirri möru. Huxley (smárit nokkur á ensku), Max Miiller og Kidd hafa opnað mér ný hugs- anasambönd, sem eg er nú að heimfæra allt undir og gengur vel. Eg hafði höggvið eftir þeim samböndum áður, en ekki náð þeim á vald mitt. Eg var einmitt að fálma eftir þeim í langa bréfínu til þín. Eg held jafnvel að ég hafí verið að leita hjálpar hjá þér. Meira um það seinna við samfundi eða í bréfi. Eg held að þú leggir of mikið í orð Jóns í Múla um daginn. Hann hafði alveg rétt fyrir sér að öðru leyti en því, að hann nefndi „guðsafneitara“. En hann hlaut — eftir sambandi orða hans og hugsana — að meina móralskan mann; mann sem gæfí sig fanginn undir móralskt princíp sem er al- veg sama sem að hafa guðtrú, aðeins ekki persónulega heldur það, sem Emerson kall- ar „yfirpersónulegan" guð, en Max Múller hið móralska princíp í alheiminum sem fyr- ir kraft evolutionarinnar sé í mannlegum „intelligence“ að sigra hin kosmisku (mate- matisku og instinktivu) öfl nátúrunnar. En vísast er að Jón sé ekki búin|n] að gera sér þetta full-ljóst. Að afneita öllu öðm en kosmisku afli er sama sem að vera móral- laus og ábyrgðarlaus. En þótt maður ekki skoði hið móralska prinsip nema sem nátt- úrulögmál, þá verður maður að óttast brot gegn því lögmáli, því engin[n] er ósveigj- anlegri refsari til en náttúrulögmálin.23 Með mjög áþekkum hætti lýsir Benedikt þroskasögu sinni í bréfi til Þórólfs Sigurðs- sonar tveimur áratugum síðar. Hann hafði lesið yftr æviminningu Jóns Stefánssonar (Þorgils gjallanda) eftir Þórólf og skrifar honum 22. des. 1916: í sumum atriðum held ég að fáir tveir hafí orðið nánar samferða eða áhrifin orðið langærri í en við Jón. Eldri rómantfkin hafði fyrst vakið okkur til andlegs lífs gegn- um Jónas og engu síður Gröndal (smárit hans um skáldskap). Þau áhrif hafa aldrei horfið, realismusinn náði aldrei að þurrka þau út til fulls. Fegurðarþráin vakti undir niðri, og því tókum við fegins hendi reakt- ioninni, hinni nýju hugsæisstefnu (ný-róm- antík), hinni nýju vakningu fegurðar- þrárinnar á siðlegum og sósíellum grund- velli. Hin eldri rómantík veitti mér bjart- sýnina, fegurðar- og samræmisþrána í lífinu, að vísu óljósa og í litlu samræmi og samhengi við virkilegleika lífsins, stríð þess og mótsagnir. Realistiska stefnan kall- aði okkur niður til virkilegleikans, sýndi okkur mannlífið nakið og napurt, mótsagn- ir þess og ranglæti, ástríður og öfgar þess. Þessi sjón vakti svo umbótaþrána, sem eðli- lega var runnin af fegurðar- og samræmis- þránni sem vakti undir niðri frá róman- tíkinni. Þess vegna tókum við ný-hugsæis- TMM 1991:4 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.