Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 114
vatn, bliknuð mýri, urin hrjóstur), biblíuorð með beinni vísun (haldin augu), auk orða sem eru notuð í óvæntum samböndum (ymur beygs og spumar, dynur blóðs, kylfur svarra). Vissu- lega em öll þessi orð til marks um „fínleika og fágun sem einkennir orðaval Snorra“ (85), en lesandinn er ekki miklu nær fyrir því. Umfjöll- un um táknheim er ágæt; þar em rakin skil- merkilega ýmis grundvallartákn eins og sól og eldur, þoka, lind, heiði, fugl, haust, ferð, og í ljós kemur að þau hafa svo til sama tákngildi í öllum kveðskap Snorra. Þama mætti að vísu bæta við öðrum táknum sem em breytileg (fjall hefur áður verið nefnt), en þau eru ekki eins miðlæg í ljóðunum. I kaflanum Hugmyndalegir þœttir er gildis- mat Snorra gagnvart náttúrunni sýnt á töflu (105) sem allt eins gæti átt heima í fyrrnefndri umfjöllun um táknheim ljóðanna. Hið jákvæða birtist í sumri, vori, birtu, hita og gróðri en fulltrúar neikvæðisins eru vetur, haust, rökkur, kuldi, auðn. Þess má reyndar geta að náttúru- heimur Snorra, eða kannski öllu heldur sá tákn- heimur sem tengist náttúrunni, er ekki einvörð- ungu íslenskur, og nægir að minna á uppistöðu kvæðisins í Úlfdölum eða þann vorhimin sem yfir mann hvelfist og „trén bám á höndum sér“. Það má segja að norsk náttúra hafi ekki átt síðri ítök í huga hins verðandi skálds, og væri fróð- legt að skyggnast í æskuskáldsögu hans til að finna ummerki þess. Þessi kafli, Hugmyndalegirþœttir, er yfírleitt heillegasti og besti hluti bókarinnar. Hann hefst á góðri greinargerð um rómantísk einkenni í náttúrukveðskap Snorra, sem eru rakin miklu ýtarlegar en áður hefur verið gert, bæði sú „líf- heildarhyggja" sem þar birtist og fyrmefnd hlutlæg samsvömn tilfinninga. Þá er fengur að umfjöllun um frumspekilegar hugmyndir um eðli tímans sem lesa má úr kvæðunum og hafa ekki mér vitanlega verið skoðaðar í samfellu fyrr en hér. Þessar hugmyndir em að því er virðist á sannfærandi hátt tengdar frummynda- kenningu Platons með skírskotun til greinar Gunnars Kristjánssonar íAndvara 1986. Páll Valsson dregur hér saman allmikinn fróðleik um skáldskap Snorra Hjartarsonar og margt er vel athugað. Annmarka verksins held ég að megi að talsverðu leyti rekja til þess að það er að stofninum til prófritgerð og að höf- undur hafi ekki stokkað hana nógu rækilega upp áður en hún var gefrn út í bók. Einstakar athug- anir á brag og stíl eru ómarkvissar eða ófull- nægjandi og hin strangt afmarkaða efnisskipt- ing virðist hindra að höfundur nái að veita nógu góða heildarsýn yfir viðfangsefni sitt. Fyrir bragðið verður þetta verk ekki sú vandaða heildarúttekt á kveðskap Snorra Hjartarsonar sem maður hefði kannski getað gert sér vonir um. Þorleifur Hauksson 112 TMM 1991:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.