Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 11
eins og gefur að skilja um svo flókinn og einkennilegan vef hugsana sem birtist okk- ur í kveðskap þessa manns. Eitt af því sem orkar einna sterkast á mann hjá Einari er þetta tvítog þekkingar eða skilnings annars vegar og svo skynjun- ar hins vegar. Þrátt fyrir tröllatrú hans á vitinu, vísindunum og þekkingunni þá kemur líka svo oft fram hjá honum að þetta dragi ekki alla leið. Skynjun og innsæi (eða trú) taki þar við sem hitt þrýtur. Þetta má hiklaust rekja til rómantískrar heimspeki og er reyndar eitt af megineinkennum hennar, en stundum er talað um að Immanúel Kant hafi lagt grundvöll að henni með ídealisma sínum og kenningum um greinarmun skiln- ings og skynjunar, fruntspekilegum veru- leika og takmörkunum hreinnar skyn- • 10 serm. Rómantísk heimspeki gengur ekki síst út á tvíhyggju, greinarmun efnis og anda og þrá eftir einingu þeirra. Friedrich Schelling, prófessor í Jena, var einn af helstu hug- myndasmiðum rómantíkur. Meðal þess sem hann skrifaði, var gömul hugmynd um lífskraftana sem hann tók upp og endur- bætti. Þar skoðar hann náttúruna sem eina lífræna og sálu gædda heild, en skipar kröftunum innan hennar til sætis og voru þeir æðri eftir því sem ofar dregur og sat Guð í efstu tröppunni. Meðal þeirra krafta sem hann talar um eru segulmagn og raf- kraftar af ýmsu tagi. Ef einhver kveðskapur ber vitni þessu lífskraftatali þýska Jena- skólans í rómantískri heimspeki, þá er það Njóla Bjöms Gunnlaugssonar og hann talar m.a.s. um þennan tröppugang. En hver maður sem les kvæði Einars Benediktsson- ar hlýtur einnig að hnjóta um allt hans kraftatal, sem vissulega er af margvíslegu tagi, en ég vil leyfa mér að halda fram að sé þessarar sömu ættar. Hér erum við kannski komin að bókmenntasögulegu álitamáli sem mig langar líka að minnast á og varpa fram kenningu um. Nietzsche eöa Schelling? I íslenskum bókmenntasöguritum er yfir- leitt talað um að Einar Benediktsson til- heyri svokallaðri nýrómantík í skáldskap og hefur hann verið bendlaður við ýmislegt ættað frá Friedrich Nietzsche, s.s. ofur- mennisþrá. Að minni hyggju hafa slíkar staðhæfingar frekar stuðst við stór- mennskudrauma Einars á sviði atvinnulífs en kvæði hans, þótt vissulega megi slíkt finna þar ef beinlínis er leitað að því. Það verður ekki dregið í efa að í kvæðum Einars er að finna mikla dýrkun á krafti og mikil- leik, hann vegsamar þetta í kvæði eftir kvæði. En sá kraftur sem hann lofsyngur er oftast nær fýsiskur, þetta er nánast hrein og ómenguð eðlisfræði eins og hjá Bimi Gunnlaugssyni. Mjög víða í kvæðum Ein- ars er talað um orku og kraft hreinlega í eðlisfræðilegum skilningi og er þá vísað til krafta náttúruaflanna og alheimsins. Af sömu rót er dýrkunin á líkamlegum krafti, eins og t.d. í kvæðinu um Egil Skallagríms- son, sem auðvitað er ekkert annað en eðlis- fræði eða, ef mönnum er illa við svo skólabókalegt orð þá má kalla þetta aflfræði eða kraftafræði. Hið sama er að segja um tal hans um ljósið, sem víða kemur fyrir. Þar er engin guðfræðileg mystík á ferðinni heldur hrein og klár eðlisfræði. Til þess að fylgja eftir þessu álitamáli um hvar beri að setja Einar niður í bókmennta- sögunni, vil ég minna á að þeir staðir þar sem menn hafa bent á að gæti hugmynda TMM 1991:4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.