Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 108
eðaöllu leyti“ (bls. 121) en andmæli þeim sjón- armiðum að það sem nú erfarið að kalla „kostn- aðarvitund“ skipti mestu máli í þessu efni. Þegar öllu er á botninn hvolft er það heilbrigði einstaklinga sem skiptir mestu og lýðræðis- þjóðfélagi ber að stuðla að því að allir þegnar þess njóti jafngóðrar heilbrigðisþjónustu. Einnig er ekki laust við að mér finnist Hörður fara offari í gagnrýni sinni á veldi lækna og ábyrgðarleysi almennings og raunar hefur margt í gagnrýni Harðar, sem hér var aðeins stiklað á stóru í, komið fram meðal lækna sjálfra, t.d. gagnrýni á dýra þjónustu sérfræð- inga við verk sem heimilislæknar geta sinnt á ódýrari hátt. Þetta kemur fram í Umbúðaþjóð- félaginu. Þá er einnig mikilvægt að fjölgun lækna og meiri menntun þeirra skapa forsendur fyrir vexti í fyrirbyggjandi læknisþjónustu (t. d. krabbameinsleit sem ætti að vera greidd af hinu opinbera) svo og fyrir rannsóknum (t. d. á skammdegisþunglyndi sem Hörður lætur að liggja að séu ekki nauðsynlegar). Þegar til lengdar lætur er fyrirbyggjandi heilbrigðisþjón- usta ekki einungis ódýrari í peningum, heldur stuðlar hún einnig að betri líðan einstaklinga og heilbrigðara samfélagi og tel ég það höfuðkosti slíkrar heilbrigðisþjónustu. Því er útþensla heilbrigðiskerfisins og aukinn kostnaður samfara henni ekki síður afleiðing af aukinni getu lækna til að lækna sjúkdóma en afleiðing af vaxtarhyggju, ábyrgðarleysi al- mennings og gróðafíkn lækna. Leiðir þetta af sér vítahring þar sem síaukinn kostnaður gerir samfélögum æ erfiðara um vik að uppfylla markmiðin. Skiptir þá öllu að hafa heildarsýn og leita ekki skammtímaráða og vonandi vekja rannsóknir Harðar fleiri en mig til umhugsunar um hvert skal stefna. Dýr námskeið og óþarfir skólar í bókinni gagnrýnir Hörður skóla- og nám- skeiðahald hvers konar og fullyrðir að mikið af óþörfum námskeiðum sé haldið í þjóðfélaginu. Þá gagnrýnir Hörður rugling á hugtökunum „menntun" og „skólaganga“ og ræðir hug- myndir um „afskólun“, þ.e. að skólar séu ónauðsynlegar umbúðir um menntun, en hann hefureinmitt kynntsérslíkarhugmyndirallítar- lega (um afskólun sjá t.d. Ivan D. Illich: De- schooling Society (Penguin, 1973)). Hörður bendir á að fólk læri vinnu sína á vinnustöðum. Hann líkirskólum og námskeiðum við umbúðir og gagnrýnir miskunnarlaust þá „útbreiddu trú að torvelt sé að læra eitt eða neitt nema í skóla eða á námskeiði" (bls. 84). Einkum er Hörður gagnrýninn á einkaskóla, t.d. tölvuskóla, sem nýti sér hina almennu og opinberu ofurtrú á skóla. Einkafyrirtækjum hafi tekist að selja „saklausu, auðtrúa fólki dýr námskeið um ein- földustu tölvustörfín, ritvinnslu og því um líkt“ (bls. 84). Þetta valdi ekki einungis gróða eig- enda þessara fyrirtækja, heldur og auknum „umbúðakostnaði" í samfélaginu. Eg er sammála Herði um að vera beri á varð- bergi gagnvart þeim aðilum er setja upp nám- skeið í gróðaskyni, hvort sem þau eiga að kenna mönnum að brosa rétt eða lifa betra kynlífi — eins og Hörður gerir grín að. Eg er hins vegar ósammála honum um það sem hann gefur í skyn, þ.e. að öll námskeið og margir skólar séu óþörf. Islenska þjóðin er að mörgu leyti vel menntuð og hefur forsendur til að notfæra sér þá menntun til að auka víðsýni þegna sinna. Hugtökin „nauðsynlegt“ og „ónauðsynlegt“ eru vafasöm í þessu samhengi og það hvaða skólar og námskeið teljast nauðsynleg fer eftir því hvemig litið er á málin. Skólarog námskeið eru félagsleg og söguleg nauðsyn og vel væri hægt að komast af án þeirra ef hugmyndaheimur okkar leyfði slíkt. Aftur á mótu gætu skólar og námskeið og þá sérstaklega þeir skólar sem eru ekki reknir í gróðaskyni en í þeim tilgangi að nemendum líði þar vel sem best átt þátt í því að snúa við umbúða- og lífsgæðakapphlaupinu sem við Hörður höfum báðir áhyggjur af. Bros- og kynlífsnámskeið gætu hæglega gegnt hlut- verki í því að bæta mannlífið. 106 TMM 1991:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.