Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 21
sem situr fyrir „þér“ eru „ódæmdar sakir“ sem þú veist upp á þig. Glæp fylgir sekt, en dóm kveður þú upp yfir sjálfum þér og fylgir honum eftir með „sjálffrömdum hefndum“ sem felast í ótta þínum, andvök- um og sjúkri lund. Þú flýrð með öðrum orðum ekki þína innri óvini, drauga þinnar persónulegu fortíðar: En hálfur máni af himinleið slær helbjarma á mannanna ríki og merkir skarpt þína miðnætur reið á melinn í risalíki. Þín fylgja, hún vex og færist þér nær, þótt á flóttanum heim þú náir, því gleymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir. í síðustu fjórum ljóðlínunum verður al- menn skírskotun þessa hluta ljóðsins mjög skýr: þeir sem hafa eitthvað á samviskunni sem þeir þrá að gleyma geta aldrei flúið þó þeir kunni að ná heim til sín. Hér virðumst við komin beint að kjarna kristins siðgæðis þar sem synd, sekt, samviskubit og refsing sitja í öndvegi. En þegar að er gáð er enga samúð með þeim sem brotið hefur verið á að finna í þessum erindum. Ekki heldur iðrun. Vegna þess að þær lifandi myndir sem „þig einblína á“ eru ekki persónur, ekki náungi þinn, heldur þín eigin spegilmynd. Hin miskunnarlausa krafa Nietzsche um sjálfsþekkingu og sjálfstæði þess sem vill hefja sig yfir fjöldann hljómar í öðrum hluta ljóðsins. En hjá ljóðmælandanum verður hún ekki að kröfu um leit eða spumingar. Hann segir ekki: Rannsakaðu hug þinn, sjáðu hvað þú finnur og gerðu upp sakir þínar ef þú ert sekur út frá siðferði fjöldans. Hann segir þvert á móti: þú ert sekur gagn- vart sjálfum þér. Horfstu í augu við það. Hvaða afdráttarlausa sekt er það sem hér um ræðir? Er það sjálf erfðasyndin sem verið er að tala um? Það held ég ekki. Ekki undir hinu brosma auga himinsins sem við horfðum í í fyrsta hlutanum. Það er guðlaus heimur sem lýst er í ljóðinu „Hvarfi séra Odds frá Miklabæ". En hin trúarlega orð- ræða er enn til staðar sem form, hér og í fleiri ljóðum Einars Benediktssonar. Sigurður Nordal talar um hugtakið „synd“ í ljóðum Einars og túlkar það sem persónulega tilfinningu skáldsins um svik hans við skáldskapinn sem hann setti ofar öllum sínum ætlunarverkum á þessari *7 jörð. Þessi túlkun getur varla átt við þá „synd“ eða „sakir“ sem talað er um í „Hvarfí séra Odds frá Miklabæ“, vegna þess að það var eitt af fyrstu Ijóðum skálds- ins sem var aðeins tuttugu og fimm ára og hafði ekki náð að svíkja skáldskaparköllun sína að neinu ráði ennþá. Kristinn E. Andrésson talar um drauga fortíðarinnar í ljóðum Einars og túlkar þá sem minningu um fátækt og niðurlægingu íslensku þjóðarinnar um aldaraðir, „sýn“ sem Einar hafi óttast og hatað. Kristinn gefur „syndinni“ og „sektinni“ þannig þjóðfélagslegt og sögulegt merkingarmið í stað hins trúarlega eða sálfræðilega. í ljóðinu „Hvarf séra Odds frá Miklabæ" má heimfæra þann skilning að einhverju leyti upp á fjórða hluta ljóðsins. Fyrsti til þriðji hluti ljóðsins er hins vegar að mínu mati sálfræðilegt drama, innri barátta sem fer fram á sviði hugverunnar. Óttinn Hinar „ódæmdu sakir“ eru til umræðu í þriðja hlutanum og uppgjöri söguhetjunnar TMM 1991:4 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.