Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 17
Dagný Kristjánsdóttir
Sár Solveigar
Um Hvarf séra Odds frá Miklabæ
eftir Einar Benediktsson
í þessari túlkun á Hvarfi séra Odds frá Miklabæ er meöal annars vikið að
hugmyndum Friedrichs Nietzsche sem svífa yfir vötnum í kvæðinu, „það
er guðlaus heimur sem lýst er í Ijóðinu". Kvæðið fjallar að hluta um innri
átök, þar sem glæpir einstaklingsins eru persónugerðir og kvæðið minnir
að hluta á hryllingsmynd.
Ljóðið „Hvarf séra Odds frá Miklabæ“ birt-
ist í Sunnanfara árið 1891. Ljóðinu fylgdi
þessi athugasemd Einars Benediktssonar:
Þess skal getið, að ég hef alls ekki fylgt því,
er stendur í sögusafni Jóns Amasonar, né
öðmm skrifuðum frásögnum um atburð
þennan, heldur hef ég aðeins farið eftir
munnmælum, sem ég hef heyrt sjálfur,
bæði af Skagfirðingum og öðrum.1
Einar vill sem sagt undirstrika að ljóð hans
er ekki ljóð um prentaða sögu, heldur ljóð
um sögumar sem fólk segir hvert öðru,
sögumar sem vom hluti af lifandi vemleika
þess og um leið þáttur í skilningi þess og
túlkun á heiminum. Ljóð Einars er túlkun á
túlkunum samtíðar hans.
Og hvað hefur svo hinn ungi Einar Bene-
diktsson fram að færa? Hver urðu örlög séra
Odds frá Miklabæ? Var hann drepinn? Drap
hann sig? Tók draugurinn hann? Er saga
hans morðgáta eða sálfræðilegur eða fé-
lagslegur harmleikur? Svörin við þessum
spumingum liggja ekki á lausu í textanum.
Og það sem verra er, því fastar sem gengið
er eftir svörum því óræðari verða þau og
undanfærslumar meiri.
Náttúran
Ljóðinu „Hvarfi séra Odds frá Miklabæ" er
skipt í fjóra kafla, skipt er um þemu, brag-
arhætti, hrynjandi og stemningu, frá kafla
til kafla. Fyrsti hluti ljóðsins fjallar um ótt-
ann, annar um ábyrgðina, sá þriðji segir frá
uppgjörinu og sá fjórði og síðasti fjallar um
túlkunina.
I fyrsta hluta ljóðsins eru atburðir þess
settir á svið og undirbúnir. Það er maður
sem hleypir hesti sínum inn í ljóðið, reiðlag
þessa manns gefur okkur vísbendingu um
hvemig honum er innanbrjósts því strax í
fyrstu línunum er sleginn tónn óttans:
TMM 1991:4
15