Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 17
Dagný Kristjánsdóttir Sár Solveigar Um Hvarf séra Odds frá Miklabæ eftir Einar Benediktsson í þessari túlkun á Hvarfi séra Odds frá Miklabæ er meöal annars vikið að hugmyndum Friedrichs Nietzsche sem svífa yfir vötnum í kvæðinu, „það er guðlaus heimur sem lýst er í Ijóðinu". Kvæðið fjallar að hluta um innri átök, þar sem glæpir einstaklingsins eru persónugerðir og kvæðið minnir að hluta á hryllingsmynd. Ljóðið „Hvarf séra Odds frá Miklabæ“ birt- ist í Sunnanfara árið 1891. Ljóðinu fylgdi þessi athugasemd Einars Benediktssonar: Þess skal getið, að ég hef alls ekki fylgt því, er stendur í sögusafni Jóns Amasonar, né öðmm skrifuðum frásögnum um atburð þennan, heldur hef ég aðeins farið eftir munnmælum, sem ég hef heyrt sjálfur, bæði af Skagfirðingum og öðrum.1 Einar vill sem sagt undirstrika að ljóð hans er ekki ljóð um prentaða sögu, heldur ljóð um sögumar sem fólk segir hvert öðru, sögumar sem vom hluti af lifandi vemleika þess og um leið þáttur í skilningi þess og túlkun á heiminum. Ljóð Einars er túlkun á túlkunum samtíðar hans. Og hvað hefur svo hinn ungi Einar Bene- diktsson fram að færa? Hver urðu örlög séra Odds frá Miklabæ? Var hann drepinn? Drap hann sig? Tók draugurinn hann? Er saga hans morðgáta eða sálfræðilegur eða fé- lagslegur harmleikur? Svörin við þessum spumingum liggja ekki á lausu í textanum. Og það sem verra er, því fastar sem gengið er eftir svörum því óræðari verða þau og undanfærslumar meiri. Náttúran Ljóðinu „Hvarfi séra Odds frá Miklabæ" er skipt í fjóra kafla, skipt er um þemu, brag- arhætti, hrynjandi og stemningu, frá kafla til kafla. Fyrsti hluti ljóðsins fjallar um ótt- ann, annar um ábyrgðina, sá þriðji segir frá uppgjörinu og sá fjórði og síðasti fjallar um túlkunina. I fyrsta hluta ljóðsins eru atburðir þess settir á svið og undirbúnir. Það er maður sem hleypir hesti sínum inn í ljóðið, reiðlag þessa manns gefur okkur vísbendingu um hvemig honum er innanbrjósts því strax í fyrstu línunum er sleginn tónn óttans: TMM 1991:4 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.