Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 67
og hin pólitíska róttækni óx smám saman
inn í grasrót íslenskrar æskumenningar.
Það fór fyrir íslenskri hippatónlist eins og
fyrirrennurum hennar: Um það leyti sem
hún var að hefja sig til flugs, var hin alþjóð-
lega fyrirmynd tekin að lækka flugið. Árin
1972-1974 voru enn eitt hnignunarskeiðið
í íslensku rokki, en síðar kom í ljós að á
hippaárunum hafði skapast grundvöllur
nýrra landvinninga.
1975 — íslenskt rokk
Á bítla- og hippaárunum hafði sú íslenska
dægurtónlistarhefð, sem myndaðist fyrir
daga rokksins, haldið velli sem afþreying-
artónlist allra landsmanna. Kappar eins og
Svavar Gests, Ragnar Bjamason, Ólafur
Gaukur, Magnús Ingimarsson og Ingimar
Eydal höfðu byggt á þeim gmnni sem KK
sextett og fleiri höfðu lagt og bætt við áhrif-
um frá nýjum straumum í dægurtónlist.
Fjarlægð þeirra frá lifandi uppsprettu æsku-
menningarinnar óx þó smám saman, og um
1975 var skeiði þeirra að mestu lokið.
Strákar, sem höfðu tekið út tónlistarþroska
í bítla- og hippatónlist, höfðu margir hverjir
orðið fyrir vonbrigðum þegar hippatónlist-
inni hnignaði, og sumir þeirra vom nú til-
búnir að elta „það sem fólkið vill“. Um
allan heim flæddu uppsuður úr tuttugu ára
rokkhefð yfir dægurlagamarkaðinn, og
Gunnar Þórðarson tók að sér að hræra í
pottunum hér heima.
Til að vinna íslenskum tónlistarmönnum
þegnrétt í slíkri tónlist, þurfti íslenska texta.
Þorsteinn Eggertsson hafði samið marga
skástu textana á bítlaámnum, hann hafði
líka verið þátttakandi í rokkæðinu og enn-
fremur drukkið í sig andrúmsloft hippaár-
anna. Skáldgáfa og áræði gerðu honum
kleift að búa þessa reynslu í dægurlaga-
texta, þar sem íslensk reynsla af rokki og
róli var felld að þekktum rokklögum. Yrk-
isefni bandaríska sveitarokksins vom yfir-
færð á íslenskar aðstæður, og orðasmíð og
orðaleikir hippatímabilsins rötuðu nú loks
inn í dægurtextana. Með aðstoð söngvara á
borð við Björgvin Halldórsson, Engilbert
Jensen, Rúnar Júlíusson, Ragnhildi Gísla-
dóttur og Jóhann Helgason sköpuðu þeir
Gunnar og Þorsteinn nýja dægurlagahefð,
sem byggðist á rokki og leysti hina eldri af
hólmi.
Um sama leyti og íslenska popp-rokkið
var að fæðast, bjuggu Stuðmenn til annars
konar blöndu úr íslenskum og alþjóðlegum
rokkarfí. Einstaklingamir sem mynduðu
Stuðmenn vom allir á kafi í hinum memað-
arfyllri geira dægurtónlistar, en tóku saman
húmorískt hliðarspor í gervi Stuðmanna, og
þar hafa þeir náð mestum vinsældum. Skýr-
ingarinnar er ekki síst að leita í því, að þeir
tóku sig ekki eins hátíðlega sem Stuðmenn
og sem Spilverk, Þursaflokkur eða Jakob
Magnússon. Þeir ætluðu sér að skopstæla
gamaldags rokk og annað léttmeti, en þegar
á hólminn var komið, snerti þessi tónlist
dýpri strengi í þeim — og í áheyrendum.
Stuðmenn vom í senn popphljómsveit og
að leika popphljómsveit og þessi tvöfeldni
eða íróníska fjarlægð varð lykillinn að vel-
gengni þeirra. Um leið opnaði hún þeim
leið að gera áreynslulausa íslenska texta,
þar sem yrkisefnin vom sótt í æskulýðs-
menningu undangenginna ára, enda féll það
vel að húmorískum uppsuðum úr eldri
rokktónlist.
Þriðji upphafsmaður íslenska rokksins,
Magnús Eiríksson, hafði verið í vinsælum
bítlahljómsveitum, en síðan jöfnum hönd-
TMM 1991:4
65