Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 67
og hin pólitíska róttækni óx smám saman inn í grasrót íslenskrar æskumenningar. Það fór fyrir íslenskri hippatónlist eins og fyrirrennurum hennar: Um það leyti sem hún var að hefja sig til flugs, var hin alþjóð- lega fyrirmynd tekin að lækka flugið. Árin 1972-1974 voru enn eitt hnignunarskeiðið í íslensku rokki, en síðar kom í ljós að á hippaárunum hafði skapast grundvöllur nýrra landvinninga. 1975 — íslenskt rokk Á bítla- og hippaárunum hafði sú íslenska dægurtónlistarhefð, sem myndaðist fyrir daga rokksins, haldið velli sem afþreying- artónlist allra landsmanna. Kappar eins og Svavar Gests, Ragnar Bjamason, Ólafur Gaukur, Magnús Ingimarsson og Ingimar Eydal höfðu byggt á þeim gmnni sem KK sextett og fleiri höfðu lagt og bætt við áhrif- um frá nýjum straumum í dægurtónlist. Fjarlægð þeirra frá lifandi uppsprettu æsku- menningarinnar óx þó smám saman, og um 1975 var skeiði þeirra að mestu lokið. Strákar, sem höfðu tekið út tónlistarþroska í bítla- og hippatónlist, höfðu margir hverjir orðið fyrir vonbrigðum þegar hippatónlist- inni hnignaði, og sumir þeirra vom nú til- búnir að elta „það sem fólkið vill“. Um allan heim flæddu uppsuður úr tuttugu ára rokkhefð yfir dægurlagamarkaðinn, og Gunnar Þórðarson tók að sér að hræra í pottunum hér heima. Til að vinna íslenskum tónlistarmönnum þegnrétt í slíkri tónlist, þurfti íslenska texta. Þorsteinn Eggertsson hafði samið marga skástu textana á bítlaámnum, hann hafði líka verið þátttakandi í rokkæðinu og enn- fremur drukkið í sig andrúmsloft hippaár- anna. Skáldgáfa og áræði gerðu honum kleift að búa þessa reynslu í dægurlaga- texta, þar sem íslensk reynsla af rokki og róli var felld að þekktum rokklögum. Yrk- isefni bandaríska sveitarokksins vom yfir- færð á íslenskar aðstæður, og orðasmíð og orðaleikir hippatímabilsins rötuðu nú loks inn í dægurtextana. Með aðstoð söngvara á borð við Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Rúnar Júlíusson, Ragnhildi Gísla- dóttur og Jóhann Helgason sköpuðu þeir Gunnar og Þorsteinn nýja dægurlagahefð, sem byggðist á rokki og leysti hina eldri af hólmi. Um sama leyti og íslenska popp-rokkið var að fæðast, bjuggu Stuðmenn til annars konar blöndu úr íslenskum og alþjóðlegum rokkarfí. Einstaklingamir sem mynduðu Stuðmenn vom allir á kafi í hinum memað- arfyllri geira dægurtónlistar, en tóku saman húmorískt hliðarspor í gervi Stuðmanna, og þar hafa þeir náð mestum vinsældum. Skýr- ingarinnar er ekki síst að leita í því, að þeir tóku sig ekki eins hátíðlega sem Stuðmenn og sem Spilverk, Þursaflokkur eða Jakob Magnússon. Þeir ætluðu sér að skopstæla gamaldags rokk og annað léttmeti, en þegar á hólminn var komið, snerti þessi tónlist dýpri strengi í þeim — og í áheyrendum. Stuðmenn vom í senn popphljómsveit og að leika popphljómsveit og þessi tvöfeldni eða íróníska fjarlægð varð lykillinn að vel- gengni þeirra. Um leið opnaði hún þeim leið að gera áreynslulausa íslenska texta, þar sem yrkisefnin vom sótt í æskulýðs- menningu undangenginna ára, enda féll það vel að húmorískum uppsuðum úr eldri rokktónlist. Þriðji upphafsmaður íslenska rokksins, Magnús Eiríksson, hafði verið í vinsælum bítlahljómsveitum, en síðan jöfnum hönd- TMM 1991:4 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.