Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 48
stefnunni fegins hendi, því fremur sem hún nú hélt sér meira við jörðina og þau atriði mannlífsins sem realisminn hafði flett ofan af og lagt til hæfis. Svona finnst mér í fæstum orðum að mitt sálarlíf hafa mótast, og ég er þakklátur fyrir að hafa einmitt lifað þetta tímabil, átt kost á þátttöku í svo auð- ugu gróandi lífi. [-----] Mér þykir nú vænt um, að Jóns er minnst einmitt á þann hátt, sem þú gerir, og í sambandi við þá andlegu strauma, sem mótað hafa okkur mennina frá ’74, og ég get ekki betur séð en að þinn skilningur á því sé réttur í öllum aðalatriðum. Þetta tímabii hlýtur seinna að verða talið merki- legt tímabil og auðugt að andlegum gróðri og verkiegum líka, auðugast af öllum liðn- um tímum í sögu okkar og breytingarík- ast. Það er áreiðanlegt að Jón varð bjartsýnni og þýðari með aldrinum eins og raunar allir, sem menntast vel og ná andlegri víðsýni. Því ljósari sem mönnum verða öil sambönd mannlífsins, því betur sem menn skilja, að verstu meinsemdir mannlífsins eiga ekki rót sína í hinum náttúrulegu lögmálum mannlífsins eða mannsnáttúrunni heldur í ófullkomnu og illu fyrirkomulagi, sem get- ur verið á valdi mannvitsins, þess vonglað- ari verða menn um sigur hins góða og rétta og trúaðari á virkilegar umbætur. Og þó að nú sé vargöld og vindöld, þá hefir það ekki hið minnsta raskað trú minni á þau grund- vallarlögmál sem mér sýnist að mannlífið hljóti að hlýða. Þvert á móti. Eg vona að öfgamar flýti fyrir hinu komandi, knýi mannvitið til úrlausnar.24 Eftir því sem á ævina leið varð þetta sterkari tónn hjá Benedikt, þar sem hann minntist á lífsviðhorf sín og heimsafstöðu. Þó að hann gæti um stund fyllst bræði og heift og böl- sýni gagnvart ýmsum fyrirbærum í samtíð sinni, ber þó að lokum hærra bjartsýni hans, von og fögnuð yftr dásemdunt mannlegs lífs. Þá von sótti hann í trú sína á manninn og möguleika hans, en ekki á yfirskilvitlega háspekilega krafta. Margir samtíðarmenn Benedikts, sem líkt og hann höfðu glatað kórréttri, lútherskri bamatrú sinni fyrir áhrif frá pósitívisma og natúralisma, raunhyggju þeirra og kröfu um frjálsa, vísindalega rannsókn, leituðu sér síðar fótfestu í spíritismanum, sem að sínu leyti var ávöxtur af rannsóknarhyggju tím- ans, sbr. nafnið sálarrannsóknir. Sú jörð trúarinnar sem sokkið hafði í hafróti vís- indarannsókna 19. aldar, skyldi nú aftur rísa úr ægi fyrir fulltingi nýrra rannsókna. Benedikt fyllti aldrei þann flokk. Til þess var hann of mikill raunhyggju- og skyn- semistrúarmaður. Þar á ofan taldi hann að grundvallarviðhorf spíritista væri efnis- hyggja. Strax frá upphafi hreyfingarinnar hérlendis var Benedikt tortrygginn á hug- myndir og athafnir spíritista eins og sjá má af bréfi hans til Jóns bróður síns 29. apríl 1905 þar sem hann segir: „Tíðindi þóttu það hér er fréttist það tvennt úr Reykjavík, að gull væri fundið og að fullt væri þar orðið af spíritistum og húmbúggi þeirra. Það er auðséð að Rvík er að verða „modeme“ bær.“25 Ekki hefur heldur álit Benedikts á spíritismanum farið vaxandi með ámnum. Þannig skrifar hann vini sínum Sigurgeiri Friðrikssyni 22. júní 1924: Ég hefði haft gaman af að heyra meira um um [svo] þessa „seancer" þrátt fyrir mína spiritisku vantrú. Sú vantrú erekki fólgin í því, að ég efist um ófreskisgáfur og margt annað sem enn er óskiljanlegt í mann- eðlinu, svo sem fjarsýni, sýnirfram og aftur í tíma og rúmi o.s.frv., hypnotiska skyggni og önnur slík fyrirbrigði. Slíku er heimska að mótmæla. En að eigna þetta allt dauðum 46 TMM 1991:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.