Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 95
Þegar yfirþjónninn var farinn út úr borðsalnum spurði ég Ladogin hvort hann væri ánægður með ferðina. Túlkurinn var lengi að útskýra svar Ladogins; hvemig maðurinn mætti aldrei vera ánægður með neitt, því að ánægja væri merki um að þróunin hefði stöðvast, og ekki vildi Ladogin að við stöðnuðum á því stigi sem við væmm á þessa stundina: manneskjan þyrfti enn að þróast mikið, og samfélag mannanna líka. — Og þá mætti kannski auka lífsgæðin svolítið líka, sagði Meriláinen. — Það er reyndar spuming um hversu réttlátlega lífsgæðunum er útdeilt, þýddi túlkurinn svar Ladogins. Skálað var fyrir góðum samskiptum landanna. Ég sagði svo sem vera létt verk að tala um samskipti landa og þjóða, en í rauninni skiptu samkipti manna ein máli; menn gætu vingast hver við annan, treyst hver öðmm og þjóðimar þannig nálgast hver aðra. Ladogin klingdi við mig glasi og alla sem við borðið sátu. Þjónamir komu með forréttinn og hrímaða Koskenkorvaflösku, hellt var í glös. Túlkurinn þýddi sögu fyrir Ladogin. Hann hefði talið, hve mörgum sinnum í þessari Finnlandsferð honum hafði verið boðinn graflax og hreindýr. Við vomm líka með lax í forrétt núna, en í aðalrétt hafði ég pantað vatnaviðni, sem ég vonaði að smakkaðist Ladogin vel. Hann lofaði að eiga vinsamleg samskipti við fískinn. Meriláinen spurði, hvaða möguleika við ættum á því að fá pantanir frá Sovétríkjunum fyrir sumarleyfi; útskýrði, að vegna framleiðsluáætl- unarinnar þyrfti hann að ná helstu sölumöguleikum í sigti. Meriláinen var í forsvari fyrir framleiðslunni hjá okkur. Við Malmberg og borgar- stjórinn vissum, að með framleiðsluáætlun átti hann í rauninni við uppsagnir starfsfólks, ef viðskiptin við Sovétríkin tækju ekki að glæðast; annar möguleiki væri að binda enda á þetta valhopp í Moskvu og byrja að skipuleggja allt fyrir heimamarkað og vesturlönd, en það mundi aldrei geta gengið nógu fljótt. Kannski vissi Ladogin það. — Þið skuluð ekki ímynda ykkur að Sovétríkin hafi verið stofnuð til þess eins að halda uppi fyrirtækjum sem illa ganga í Finnlandi, þýddi túlkurinn eftir Ladogin. — Ekki nú alveg, flýtti Malmberg sér að segja. — Malmberg veit fyrir víst hvað ég meina. Það er trúlega búið að tala um þetta áður: teikningar, gæði, afhendingu, kostnað. — Þó það nú væri, sagði Meriláinen. Meriláinen var nú að hitta TMM 1991:4 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.