Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 49
mönnum eða draugum og blanda því saman við trúarbrögðin og annað líf, það finnst mér alveg fráleitt og að hafa endaskipti á allri lógík, gera hið ósannaða að sönnun. Það undrar mig mjög, að spiritistar, sem þykjast vera svo „andlegir", skuli ekki sjá hve ramm-materialiska lífsskoðun þeir eru að útbreiða og jarðbundna. Þá vil ég heldur fylgja Helga Péturss, og í rauninni finnst mér hans lífsskoðun stór-merkileg og stór- fengleg og langt um betur fallin til að lyfta huganum til flugs út yfir öll þekkt og skilin takmörk án þess að lenda út í myrkra-tómi en þetta jarðarhjakk spiritista, sem ekki er annað en misskilningur á sálarlífi aust- rænna þjóða eins og Tagore hefir sýnt og sannað. Að vísu er lífsskoðun H[elga] P[éturss] materialistisk og byggð á því að kraftur og efni sé eitt og hið sama, en kraft- ur (orka) þó hið frumlega sem framleiðir það sem við köllum materíu. En auðvitað liggur þetta utan við mannlegt hugtaka svið, og þrátt fyrir Einstein, Bohr og Soddy erum við nú jafnfjarri því sem á dögum Kants að skilja „das Ding an sich“, þ.e. hvað hlutimir í sjálfu sér em, og það hefir enginn sýnt betur en einmitt Einstein með því að ummerkja og rekja til rótar hugtakið „relativitet“. En það var nú ekki meining mín að fara út í þessa sálma, þótt freistandi sé fyrir karl á grafarbakkanum, sem ekki getur látið vera að hugsa um hvað við taki. Nú hefir þá orðið nýr skandali með Einar Nielsen þama í Rvík, og ég er frúnni þakk- látur fyrir tiltækið og það sem hún skrifar um það. En þeir Kvaran og Haraldur sýnist mér að hafi hegðað sér eins og flón. Minnka þeirenn í mínum augum við þetta „tilfelli". En það hefi ég fyrir satt, að Nielsen sé slunginn „tuskuleikari" (Taskenspiller). Afar gaman hefði ég af að frétta „undir væng“ nánar af þessum „skandala" og at- höfnum Nielsens í Rvík, því eflaust fer margt manna á milli þar syðra sem blöðin þegja um. Það er nú líka þeirra eðli að sýna flest í „fölsku" eða að minnsta kosti í kunst- ugu ljósi, svo að sannleikans verður að leita á milli línanna.26 Það er athyglisvert að um leið og Bene- dikt hafnar spíritismanum, m.a. vegna efn- ishyggju hans, lítur hann öðru fremur til fremstu raunvísindamanna og eðlisfræð- inga samtíðarinnar, þó að þeim hafi enn ekki tekist að skilja eða útskýra „hvað hlut- imir í sjálfu sér eru.“ Sú tilvísun sýnir líka hve vel Benedikt fylgdist með nýjustu fræðikenningum sem fyrr. I bréftnu til Þórólfs Sigurðssonar, þar sem hann ræddi um Þorgils gjallanda, taldi Benedikt að Þorgils hefði orðið „[...] bjartsýnni og þýðari með aldrinum eins og raunar allir, sem menntast vel og ná and- legri víðsýni.“ Að flestu leyti eiga þessi orð einnig við um Benedikt sjálfan. Síðustu áratugina virðist hann hafa lifað tiltölulega sáttur við tilveruna og bjartsýnn. Þetta kem- ur vel fram í þeim bréfum er hann skrifaði Unni dóttur sinni síðustu þrjú árin, sem hann lifði. Undir ævilokin tekur hann sér æ oftar nafn guðs í munn og virðist gera ráð fyrir einhvers konar guðlegu, æðra eðli í öllu líft. Líklega hefur hann sætt sig býsna vel við bjartsýna og milda guðfræði alda- mótakynslóðarinnar. Benedikt kenndi til og lifði með samtíð sinni. Því skynjaði hann sterklega sundraða og tætta heimsmynd tuttugustu aldar á ár- unum milli stríða. A slíkum stundum tókust á í huga hans bölsýni og vonameisti bjart- sýninnar. Gott dæmi um þetta er bréf sem hann skrifaði Þórólfi Sigurðssyni 26. des. 1928: Ósköp er tómlegt og „autt og snautt“ í bókmenntaheimi okkar núna. Eg er sárleið- ur á allri þessari andans froðu og flautum. TMM 1991:4 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.