Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Qupperneq 72
eflt dægurtónlistina. Á síðustu misserum hafa bjórkrámar hleypt nýju líft í lifandi tónlistarflutning, sem er frumforsenda þess að dægurtónlist dafni. Hins vegar er þessi gróður viðkvæmur. Skattar og álögur fara nærri því að kippa fjárhagslegum grund- velli undan lifandi hljómlistarflutningi og plötuútgáfu. Á stómm skemmtistöðum og í fjölmiðlum er nær eingöngu sinnt léttari tegundum dægurtónlistar, en hin frjórri og frjálslegri tónlist er þar að mestu utangarðs. Þá ríkir hættulega stífur aðskilnaður á milli „listarokks" og léttari dægurtónlistar, en dæmin sýna einmitt að flæði þar á milli er oftlega uppspretta sköpunar. Rokk á nýrri öld Rokkið þarf ekki lengur að standa í sömu átökum við umhverfi sitt og löngum fyrr. Æskuskeiðið hefur verið viðurkennt, og rokk er að einhverju leyti viðurkennt sem menningarstarfsemi. Það félagslega umrót, sem rokkið tengdist, hefur lægt. Það varð tæki nýrra kynslóða til að skapa menningu fyrir æskuna og fyrir nýja tegund launþega, til að blanda saman menningarhefðum verkalýðs og millistéttar og gerast um leið aðili að nýrri alþjóðamenningu. íslenska rokkinu tókst þetta ótrúlega vel og á ekki minnstan þátt í að skapa hér fjölskrúðuga þjóðmenningu, sem getur nærst af alþjóð- legum vindum en lætur þá ekki feykja sér um koll. Framundan eru nýjar tegundir félagslegra hræringa, og rokkið mun eflaust eiga sinn þátt í að móta viðbrögðin við þeim og nýja menningu. Um alla Evrópu og jafnvel um allan heim hrynja pólitískir og efnahagsleg- ir múrar á milli samfélaga, og vert er að minna á að rokkið hefur um áratuga skeið brotið niður múra milli þjóða og fært æsku heimsins heim vitneskjuna um að jörðin er sameign okkar. Islensk rokksaga er ágætt dæmi þess að alþjóðamenning getur mynd- ast án þess að menn gleymi rótum sínum eða hætti að huga að sérkennum sínum. Það gæti orðið nokkur vegvísir, vilji menn forða því að aukin alþjóðasamkeppni geri menn að leiksoppum markaðslögmála og stórra miðstöðva auðs og valda. Rokkið tengdist félagslegum hreyfan- leika eða stéttablöndun síðustu áratuga. Allt bendir til þess að ný stéttaskipting sé að mótast í okkar heimshluta. Það er fremur menningarmunur en lífskjaramunur milli hins betur stæða hluta verkalýðsstéttarinnar og millistéttarinnar, og hann fer reyndar minnkandi, en á sama tíma er „ný“ lágstétt að festast í sessi: atvinnuleysingjar, öryrkj- ar, sjúklingar og fleiri slíkir hópar nema nú víðast 15-20% samfélagsins, og bilið milli þeirra og hinna bjargálna þegna fer vaxandi og flæðið á milli minnkandi. Sérhver ný kynslóð æskufólks upplifir þessa sundur- greiningu, og víða í alþjóðlegri æskumenn- ingu er tekist á við hana, og upp hafa sprottið ýmis menningarfyrirbæri þar sem ungt fólk binst böndum lífsnautnar og menningarstarfsemi þvert yfir hina nýju múra. Félagslegar athuganir á rokki og ann- arri æskumenningu komandi ára hljóta einkum að beinast að því hvemig æskan tekur á hinni nýju alþjóðlegu stöðu og hinni nýju stéttaskiptingu. Ljóst er að virkni æskufólks í hvunndags- menningu hefur verið forsenda þeirrar menningarsköpunar sem felst í rokktón- listinni. Skólar og aðrir uppeldisaðilar hafa lítt stuðlað að virkri móttöku og virkri þátt- töku ungs fólks í fjöldamenningunni, en 70 TMM 1991:4 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.