Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Side 44
hann eigi, — heldur þannig, að framför mannkynsins og vilji mannfélagsins í þessu lífi væri tilverunnar æðsta mark og mið, og skapaði hann orð, sem síðan er búið að fá borgararétt í heimspekinni og í sér felur sanna kristilega hugmynd, altruismus, við- leitni kærleikans að vinna fyrir aðra og byggja út síngiminni. Honum fylgdi hjá Bretum J. S. Mill og hefir þeirra kenning síðan verið kölluð positivismus. A Þýska- landi rann af sömu rótum upp heimspeki Schopenhauers og Hartmanns, hinn svo nefndi pessimismus eða örvæntingarlær- dómur. Báðir finna góða röð og reglu í ríki náttúmnnar, í athöfnum og lífi dýra, fugla, jurta o.s.frv., en þegartil manneskjunnarog mannlegrar skynsemi kemur, þá virðist þeim allt fara aflaga, og að „sköpunarverk- ið borgi sig ekki!“16 í framhaldi af þessu taldi Grímur „[...] ekki ómerkilegt að hjá Bretum, svo trúræk- inni þjóð, skuli einmitt hafa komið upp þeir þrír miklu natúralistar, Darwin, Huxley og Herbert Spencer.“17 Hann rakti nokkuð kenningar þeirra og sagði síðan: Og nú siðalærdómurinn, sem öllum heimspekistefnum og öllum trúarbrögðum bæði fomum og nýjum í höfuðefninu hefir komið nokkurn veginn saman um ágrein- ingslítið? Um hið góða og sanna, um dygð, skyldu og samvisku, sem annars er varla teljandi meiningarmunur um — hvað verð- ur um þetta allt hjá natúralistunum? — Þeir hafa engan siðalærdóm, þó þeir aldrei nema reyni fyrir siðasakir að fleyga siðalærdóm (Ethik) inn í félagsfræði sína (Sociologi). Og hvemig eiga þeir að geta haft nokkra siðfræði? Alheimurinn, og mannlífið með, er hjá þeim vél, sem fyrir afvindu (evolu- tion) náttúruaflanna, fýsnanna og tilhneig- inganna gegnum „baráttu lífsins“ erfiðar áfram, eftir innri nauðsyn, til meiri og meiri holdlegra framfara, rýmir burt (eliminates) því veikara, en útvelur og knésetur (selec- tiorí) hið sterkara; eins konar kynbótavél jurta, dýra, manna og mannfélaga í hold- legu, líkamlegu og veraldlegu skyni. En — gjörir þessi vél hinn einstaka mann eða mannfélagið betra í andlegan máta? Hún þekkir og notar baráttu lífsins til þess að efla dugnað og atorku dýra og dýrakynja, manna og mannfélaga í því verklega. En — þekkir hún annað stríð, sem meiri þýðingu hefir fyrir mannsins anda, stríðið milli holdsins og andansl — Undir sigrinum í þessu stríði er þó siðferði mannsins komið. Þessa baráttu taka natúralistamir ekki til r r 18 greina, [-------]. Grímur taldi það „[...] gleðilegt tímanna teikn, að á þessum aldamótum er farinn að kvikna straumur gegn kenningum natúr- alistanna bæði á Frakklandi og Eng- landi.“ Hann rakti síðan nokkuð kenn- ingar Balfours, sem hann kvað sig ekki öllu leyti sammála, en sagði að lokum: Annað mál er það, að þessi natúralismus er ljós vottur þess, að fróðleiki og skarp- leiki hrökkva eigi til að ráða gátur tilver- unnar. Þar skal meira til, þá innri skyggni (intuition) sem sé, er Guð sér í lagi hefir gefið sínum útvöldu meðal vísinda- og fag- urlista-manna. Þessi skyggni, sem Platon kallaði þriðja augað sitt, gjörir þá fundvísa í ríki andans og náttúrunnar; hún gjörði það að verkum, að Kepler fann lögin, sem við hann eru kennd, fyrir gangi himintungl- anna, að Newton fann aðdráttaraflið (gravitation), að Leverrier vissi af plánetu á himninum, sem hvorki hann né aðrir höfðu séð, að Beethoven, þótt hann væri heymarlaus, heyrði innra og skrifaði niður þau fegurstu sönglög, að frægir læknar hafa gjört sínar þörfustu uppgötvanir o.s.frv., og þessa skyggni þarf, ekki til að trúa yfir höfuð, en til þeirrar lifandi trúar, sem sér 42 TMM 1991:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.