Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Blaðsíða 79
Zenóni, lærisveinum Parmenídesar, sem
voru uppi löngu áeftirhonum.5 Lærdómsrit
af þessu tæi um frumherjana er The
Presocratic Philosophers eftirG.S. Kirk og
J.E. Raven, sennilega langbezta rit sinnar
tegundar og fullt af ævintýralegum fróðleik
um orðalagið á einstökum heimildum og
margt fleira.
Ég get ekki stillt mig um að fara fáeinum
almennum orðum um fræðimennsku af
þessu tæi. Hún hefur á sér yfirbragð hinnar
ábyggilegustu nákvæmni, og hún er orðin
til fyrir gífurlega elju og yfirsýn yfir ótölu-
legan sæg af smáatriðum. Og þegar þetta
mikla eljuverk hefur verið unnið verður
freistandi að trúa því að þar með vitum við
allt sem verði vitað um efnið, og jafnvel allt
sem máli skiptir um það. En sannleikurinn
er auðvitað sá að það er engan veginn sjálf-
gefið að jafnvel virðingarverðasta smá-
smygli leiði allt í ljós sem verði vitað, og
þaðan af síður að við séum fyrir tilverknað
hennar hóti nær um neitt sem skiptir máli.
Tökum aftur dæmi af óendanleikanum.
Segjum að það sé hægt, þótt það sé í raun-
inni alls ekki hægt, að rökstyðja það með
nákvæmum tilvísunum í fjörutíu brot úr
heimildum að hugmyndir um óendanleik-
ann hafi ekki verið orðnar skýrar fyrr en á
dögum Zenóns.6 Það er engan veginn sjálf-
gefið að af þessu megi draga þá ályktun að
Anaxímandros hafi ekki haft neina hug-
mynd um óendanleikann. Því hvers vegna
skyldi hann ekki hafa verið á undan sinni
samtíð í þessu efni eins og mörgum öðrum,
og jafnvel langt á undan henni? Ekki segj-
um við að hann hafi ekki getað haft þróun-
arkenningu um lífið. Við finnum ekki upp
á nýjum þýðingum á heimildunum um það
efni, á þeim forsendum að þróunarkenning-
ar hafi ekki komið til sögunnar fyrr en 2500
árum síðar.
Úr þessari litlu athugasemd um óendan-
leikann má svo vinna á ýmsar lundir og
halda í ýmsar áttir. Við eigum kost á ýtrustu
nákvæmni í handritarannsóknum og hand-
ritaútgáfum, en það er eins víst að ekkert af
því sem þannig er leitt í ljós segi okkur neitt
sem máli skiptir um Snorra-Eddu eða Víga-
Glúms sögu. Allar ályktanir af hinum ná-
kvæma lærdómi, eða í nafni hans eða í anda
hans, geta verið ámóta brigðular og það
sem við ályktum án hans, og jafnvel brigð-
ulli ef út í það er farið. Með þessum orðum
er ekki ætlun mín að gera lítið úr nákvæmri
fræðimennsku — ég ber djúpa virðingu
fyrir henni — heldur aðeins að vara fólk við
því að einblína á hana og telja hana allsherj-
arlausn á öllum vanda um viðfangsefni eins
og íslenzkar miðaldabókmenntir eða frum-
herjana grísku. Það er nær að líta á þessa
fræðimennsku sem ómissandi hjálpartæki
við tilraunir til að afla vitneskju, og gera
það sem máli skiptir. Og á endanum skiptir
það eitt máli að reyna að skilja hlutina og
setja þá í samhengi.
Tveir af nafnkunnustu heimspekingum
tuttugustu aldar — þeir Martin Heidegger
og Karl Popper — hafa sýnt frumherjunum
grísku mikinn áhuga og skrifað um þá
merkilegt og á köflum innblásið mál.7
Hvorugur skeytir mikið um viðtekin smá-
smyglisfræði um þá. Heidegger ræðst jafn-
vel fífldjarfur inn á eitt meginsvið
nákvæmnisfræðanna og hefur þar enda-
skipti á öllum hlutum: hann veltir sér upp
úr orðsifjum og varpar fram hverri furðu-
legri orðskýringunni á fætur annarri. Hann
hefur náttúrlega sætt miklu ámæli málfræð-
inga fyrir þessar sakir, og ber sig þó karl-
TMM 1991:4
77