Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 40
Þessi hugleiðing minnir á málatilbúnað Platons í Ríkinu að því er varðar þá skoðun að skáldskapur sé fjarri sanni (sbr. Ríkið 598b, 377e). Og ekki kemur Platon síður upp í hugann þegar Níels ræðir um það í framhaldinu að skáld sem nokkuð megnar, [verði] þeim mun skaðlegra en aðrir, er vont stifta í samlífi og hjartalagi annara persóna, að þeir gera það ekki nema rneðan þeir lifa, skáldið kannske mest þegar höndin, sem skrifaði skaðleg en gáfuleg skáldskaparverk, er að dufti orðin. Jafnvel hefi eg heyrt þá menn tala, sem allt þetta hafa sæmt og látið undir eins af sér heyra, að binda skáldið við sannleika sé rétt að banna því að vera skáld. Skáldið hefur meiri áhrif og axlar þess vegna meiri ábyrgð en aðrir, ef marka má orð Níelsar. Enn kallast hann á við forna skáldskaparfræði þegar hann byggir málsvörn sína fyrir „lygi“ skáldanna á því að líkingasögur Krists eru engin historía [þ.e.a.s. sannleikur], svo víst er líka hitt, að diktunarsmíðar skáldsins geta innihaldið og útþrykkt sannleika með miklum krafti, ef hann er sannleiksvinur sem stundar það.(29) Þessi málsvörn skáldskapar byggir semsagt á kenningunni um allegórískan eða yfirfærðan túlkunarmáta. Annars vegar ber Níels blak af skáldskapnum með því að skírskota til kristni þar sem hann segir að meira að segja Kristur hafi notað líkingar, hins vegar með því að lygi eða diktur geti flutt djúpan (allegórískan) sannleika — lygin sé því ekki réttnefnd lygi. En á fyrri öldum vörðu menn einmitt ótrúverðugar frásagnir Biblíunnar með líkum rök- semdum: þær „útþrykktu sannleika“ þótt þær væru „diktunarsmíði“. Og sumir létu svipaða málsvörn gilda fyrir alla hina fögru lygi skáldskaparins.6 Annað atriði úr sömu ritgerð sem vert er að gaumgæfa er tilraun Níelsar til að skilgreina eðli skáldskapar. Hann tekur fram að ekki sé rétt að kalla það allt skáldskap sem er í bundnu máli og endurtekur hann þar nokkurn veginn orð Aristótelesar úr upphafi Skáldskaparfrœðinnar: „einbert hendingasmíði gjörir engan skáld,“ segir Níels (31 ).7 Til að verk geti kallast skáldskapur þarf að vera í því hugsun, að dómi hans, það þarf að sjást að höfundurinn hafi „eitthvað lítilsháttar hugsað um lífsins reynslu, manneskju samlífi, dyggðir og lesti, ýmisleg sálarefni og eitt eða annað, sem þar að lýtur“ (s.st.). Þá má skilja að Níels telur gott skáldverk vitna urn „skáldgáfu, [skáldlegt] orðaval, samlíkingar og vel valdar hugmyndir máttu skipta tónum eftir efni, skemmta, hræra og lífga“ (32). Formúlan „skemmta, hræra og lífga“ minnir á kennisetningar Rómverja (Cicero o.fl.) um „skyldur mælskumannsins“, J 38 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.