Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 49
Aftanmálsgreinar
1. Finnur Sigmundsson, bls. 10. Gísli Konráðsson taldi Níels þó fæddan í Hafhar-
firði, eins og ff am kemur í sömu heimild. — Þar sem síðutölur koma fyrir í sviga
í ritgerðinni er vísað til þessarar bókar Finns nema annað komi fram.
2. August Heinrich Julius Lafontaine (1752-1829); Níels nefnir skáldsögu hans
Rúdolph og Júlía eða Hjartans eftirmynd (á frummálinu Rudolph und Julie: ein
gemalde menschlichen Herzens, Berlín 1801-1802, 2 bindi; kom út sömu ár á
dönsku). Kvæðið sem Níels byggir á sögunni heitir „Þær sundurlyndu reisusyst-
ur, Lukkan og Dygðin.“ — Sigurður Breiðfjörð orti rímur út af sögu sama
höfundar um Aristómenes og Gorgus frá árinu 1796 (á dönsku 1800).
3. Nafnið Ninon kann að eiga rætur að rekja til sögu Lafontaines um Henríettu
Bellman (Henriette Bellman, ein gemalde schöner Herzen (Berlín 1802), því þar
heitir einn kaflinn einmitt Ninon og er nafnið sagt vísa til þekktrar franskrar
kvenpersónu. Sú kona var Ninon de Lenclos (1620-1705), fræg léttúðardrós og
gáfukona og meðal vina hennar voru margir af frægustu mönnum samtíðar-
innar, svo sem Richelieu og Moliére.
4. Sbr. Páll Eggert bls. 91, Hannes Pétursson bls. 168 og Steingímur bls. 227.
5. Jón Ólafsson ritstjóri segir að Níels hafi samið fjóra ritlinga: Um forlög ogfrívilja,
Kall ogskyldur rithöfunda, Vina-málog Ánœgju og rósemi, en sjálfur hafði Jón þó
ekki séð neina þessara ritgerða. Ritgerðin um Kall og skyldur rithöfunda gæti
annaðhvort verið formálinn, sem hér er vitnað í, eða Athugasemdir um
skáldskaparmenntina — ef það er þá ekld eitthvert enn annað verk um svipað
efni.
6. Sbr. Árni Sigurjónsson 1991, 176-177 (kafli um Dante) og 184. í sama riti (bls.
33-36) má lesa um skilning Platons á skáldskap sem lygi.
7. Aristóteles greinir á milli Hómers, sem hann telur raunverulegt skáld, og heim-
spekingsins EmpedóJdesar sem skrifaði í bundnu máli og var náttúrufræðingur
en ekki skáld. Eins nefnir hann ritgerðir um læknisfræði og náttúrufræði sem
geti verið í bundnu máli, en það er ekld hátturinn heldur eftirlíkingin sem að
dómi hans gerir skáldið.
8. Skráningu í handritaskrá Landsbókasafnins og stærð handritsins ber ekki sam-
an; skráin segir ritgerðina vera 48 blaðsíður, en eins og hún liggur fyrir nú er hún
aðeins 43 síður (10+33). Niðurlagið kann að vera týnt.
9. Itarlegt yfirlit um rímnahætti er að finna í hinu merka háttatali Sveinbjarnar
Beinteinssonar, og eru þar taldir flestir þeirra hátta sem Níels nefnir — þó sé ég
þar ekki dellingshátt, sigurðarbrag og hrínanda nefnda þar á nafn.
10. Sama viðhorf kemur ffam hjá Platoni í samræðunni Ion, þar sem Sókrates gerir
góðlátlegt grín að kvæðamanninum sem hún er kölluð eftir. — Síðutölur í
hornklofum í því sem hér fer á eftir eiga við handrit Níelsar.
11. Sbr. Árni Sigurjónsson, bls. 71 (sbr. Brútus Ciceros, 25, 98). Sömu rök eru
síendurtekin hjá endurreisnarhöfundum.
12. Trúlegt má telja að Níels sæki hugtakið „leiðarsteinn" í kvæði Eggerts Ólafssonar,
sem heitir „Leiðar-steinn góðra farmanna í hafvillum heims þessa“ (Kvœði, bls.
56-62).
13. Gorgías segir: „Né heldur, það veit Seifur, bæri að leggja hatur á íþróttakennarana
og herskólakennarana og reka þá í útlegð, þótt einhver ungur maður, sem gengi
í glímuskóla og væri kominn í góða líkamsþjálfun og orðinn snjall hnefaleikari,
tæki þá að berja föður sinn og móður sína eða aðra vini og vandamenn.“ (456,
bls. 60 í ísl. útg.).
14. Mælskulistin virðist allfjarri skáldskap í nútímanum, en að fornu voru þessar
TMM 1994:3
47