Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 59
legt andlitið. „Kemurðu niður í Laugarnesfjöru að leita að brauði og hunangi?“ „Ne-nei, ég ... ég ..hikstaði maðurinn og leit undan. „Og þetta eru tveir strætómiðar, límdir saman, en ekki einn,“ bætti Indriði við. „Þú ert forríkur að eiga tvo strætisvagnamiða, herra Habakkuk. Ekki á ég einn einasta.“ „Fy-fyrirgefðu, þú mátt ekki mi-missa dá-dálítið brauð?“ stamaði maðurinn aftur eins og biluð spiladós. „Lít ég út fyrir að vera bakari? Lít ég út fyrir að ganga með brauð á mér?“ æpti Indriði gramur. „Ég er bara vesæll snillingur sem á ekki bót á skóna sína, hvað þá brauð og hunang!“ „Hve-hvergi heima, hvergi br-brauð,“ tautaði maðurinn og starði tómum augum út í loftið. „Það skyldi þó ekki vaxa brauð í frakkanum mínum?“ hreytti Indriði út úr sér og stakk lúkunum á kaf í vasana sem auðvitað voru galtómir — eða ... Forviða dró hann upp hálfétið Prinspóló súkkulaði í gullsindrandi bréfi. Augu mannsins Iifhuðu, þegar Indriði rétti honum súkkulaðið dolfallinn. „Ég skal segja ykkur það,“ tautaði Indriði. „Hér gengur maður um og útdeilir sælgæti eins og greifi.“ Hann horfði augnablik út á sjóinn, annars hugar, en tók svo á sig rögg og sagði: „Heyrðu, Habakkuk. Súkkulaðið máttu eiga, en í stað- inn fæ ég annan strætómiðann þinn. Og svo förum við báðir saman í strætó heim til mín, því ég á brauð heima. Ég held þú getir legið þar yfir helgina. Hvað segirðu um það?“ Maðurinn var önnum kafmn við að borða súkkulaðið og svaraði engu. Augun voru lokuð af ánægju, og hann beit örlitla bita af dökk- gljáandi kexinu, velti þeim hægt og rólega uppi í sér, þar til þeir bráðnuðu á tungunni og gáfu dásamlegan, seðjandi keim. Indriði Haraldsson snillingur tók undir handlegg hans og leiddi hann af stað upp úr fjörunni. „Jæja, Habakkuk minn, hvílíkur dýrðardagur,“ sagði hann. „Ég fékk heilt ljóð og þú fékkst hálft súkkulaði. Hvað er hægt að biðja um meira?“ Maðurinn kinkaði léttu höfðinu ákaft og glaðlega til samþykkis. „Æi-já,“ andvarpaði Indriði, „er ekki lífið bara nokkuð gott?“ TMM 1994:3 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.