Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 76
er í stöðugum vexti og mun með tímanum standa jafnfætis rituðu máli hvað varðar kraft, skýrleika og fágun. Helsti kostur og einkenni kvikmynda er án efa nálægðin við áhorfendur. Þar sem hún höfðar til sjónsviðs er auðveldara að draga áhorfandann inn í heim hennar. Hann er sér ómeðvitaðri um þátttöku sína en hann gæti nokkru sinni verið sem lesandi. Samkvæmt Christian Metz næst þessi nálægð vegna þess að kvikmyndin er „skammhlaups tákn“, þar sem táknið og táknmyndin eru næstum eins. Tákn skáldsögunnar eru symbólsk ólíkt því sem gerist í kvikmyndum, en þær sækja merkingu sína í flokkaðan táknheim helgimynda. Að mati Bela Balázs auðveldar nálægð kvikmyndarinnar leik- stjóranum „að sýna tilfmningar sem ekki er hægt að segja með orðum“ (Marcus 5). Kvikmyndin er tilfinningamiðill sem eykur upplifun okkar á atburðum og persónum skáldverks, því hún færir orð í myndir og veldur því að við sjáum sögur sem við þekkjum vel á nýjan og spennandi hátt. Gagnrýnendur hafa komið fram með ýmsar skilgreiningar á vel gerðri umsköpun skáldverks yfir í kvikmynd. Gagnslaust er að lúta textanum í einu og öllu. Jean Luc Godard telur jafn vænlegt að gera kvikmynd þar sem síðum bókar er flett. Það eitt skiptir máli að kvikmyndin sé í anda verksins, þó sá boðskapur geti oft verið ágreiningsefni eins og sést best í Sölku Völku. George Linden segir markmið kvikmyndagerðarmannsins vera að draga ffam myndir sem hafa „samskonar gildi“. Gagnrýnandinn verður því að meta hversu vel leikstjór- anum hefur tekist að nýta sér efnivið skáldsögu til að skapa hliðstæðan heim í formi myndar. Kvikmyndun Sölku Völku Kvikmyndun Sölku Völku 1954 skipar nokkra sérstöðu vegna þess að skáldsagan er byggð á kvikmyndahandritinu „A Woman in Pants“ sem Halldór Laxness skrifaði í Los Angeles 1928. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman sjö síðna kvikmyndahandrit með tveimur aðalper- sónum og fjögur hundruð síðna skáldsögu með flókinni atburðarás og fjölda persóna. Þó er ljóst að Salka kvikmyndahandritsins er ekki eins margbrotin og vitsmunaleg og sú Salka sem skáldsagan lýsir. í handritinu beygir hún sig undir vald karlmanns og hugsanlegar líkamsmeiðingar, eins og sado-masok- ísk lokasenan gefur til kynna. Arnaldur er einnig víðs fjarri byltingarsinnuð- um, marxískum menntamanni skáldsögunnar. í kvikmyndahandritinu er því hvergi að finna pólitíska og þjóðfélagslega ádeilu skáldsögunnar. Það er skiljanlegt þegar haft er í huga að 1928 var Laxness enn ekki orðinn róttækur sósíalisti. 74 TMM 1994:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.