Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 92
og það eru ekki höfðingjarnir sem vinna sigur að lokum heldur hinir smáu, hin seigdrepandi alþýða sem allt lifir af. Einkennilegasta samsvörunin felst þó í sögulokum bókanna. Þegar Fróði hefur ferðast yfir allan heiminn, inn í sjálft myrkralandið og sjálft fjall Saurons, lifað af ótal hættur og hörmungar sem hefðu bugað flesta aðra og stendur með pálmann í höndunum gefiir hann frá sér sigurinn, rétt eins og skáldið sem víða hefur farið og margan vegið er búið að gleyma drápu sinni um Ólaf konung í sögulok. Hinn mesti sigur getur leitt af sér ósigur en í þeim ósigri felst hinn mesti sigur. Hobbitinn og friðarkóngurinn Meginstef Hringadróttinssögu eru vald, stríð og tungumál og kristallast öll stefin í hringnum eina. Hann gæti vel átt heima í nútímahrollvekju, er sakleysislegur hlutur sem virðist fyrst og fremst nýtast til góðra verka. En ef hann er ofnotaður og menn taka að girnast hann nær hann tökum á þeim eins og fíkniefni nútímans. Þeir missa form, mál, sjálfstæðan vilja og að lokum einstaklingseðli sitt. Um það er Gollum hryllilegt dæmi. Hluturinn nær tökum á gæslumanni sínum og snýr við hefðbundnu sambandi eignar og eiganda. Því sá sem hefur hann undir höndum hverju sinni er ekki raunverulegur stjórnandi hans heldur sjálfur Myrkradrottinn. Hringurinn er hluti Saurons og því hlutgerving hins illa. Um leið er hann tákn valdsins sem er í eðli sínu illt og spillandi. Einum þræði spinnur Hringadróttinssaga því við fullyrðingu Acton lávarðar: „Hætt er við að vald spilli mönnum og algjört vald spillir algjörlega.“10 Stríðið í Hringadróttinssögu milli Hringadróttins og þeirra sem rísa upp gegn honum á sér samsvörun í stríði Fróða við hringinn. Fróði er eins konar minni heimur (microcosmos) sögunnar. Hann er nútímamaðurinn í sög- unni: Smár í stórum heimi, fullur vanmáttar og öryggisleysis en styrkur hans á hættustund felst í smæð hans og ríkri siðferðiskennd. Megineinkenni Fróða er sterkt séreðli sem er meginþáttur vitundar nútímamannsins. Hann er öðruvísi en aðrir hobbitar í útliti jafnt sem innræti, íhugull, alvarlegur, eirðarlaus og á enga nána fjölskyldu, bara vini sem fylgja honum gegnum þykkt og þunnt. Fróði er eigi að síður oftast einn og lesandinn fýlgir honum og deilir einmanakennd hans, vanmætti og sivaxandi kvíða sem verður að nagandi ótta og loks að örvæntingu. Hringurinn freistar Fróða mjög í fýrstu og hann setur hann nokkrum sinnum á sig í upphafi leiðangurs síns en síðan ekki fyrr en í Hryðju (Mount Doom). Hringurinn verður honum byrði og nær smárn saman tökum á honum, rétt eins og fíkniefni hertaka þá sem þeirra neyta. Það sem bjargar 90 TMM 1994:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.