Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 110
Til þess verður bæði að setja þær inn í vítt samhengi — samhengi bókmennta- greinar og tímabils og svo „samhengið í íslenskum bókmenntum“, hvernig sem því kann að vera háttað, — og einnig að fjalla um hvert verk út af íyrir sig, eða a.m.k. þau sem talin eru verðskulda slíka umfjöllun, þótt það verði í einhverju afbrigði „upptalningastíls“. Ekki verður annað sagt en tvö fyrstu bindi Islenskrar bókmenntasögu gegni þessu hlutverki með sóma, og þar er margt að finna sem fengur er í. Þar sem tímabilið sem þau fjalla um spannar upp undir níu aldir eða svo, hafa margir fræðimenn lagt hönd á plóg, og hafa þeir skipt þannig með sér verkum, að Vé- steinn Ólason, sem er ritstjóri alls verks- ins, fjallar um skáldskap miðalda og Islendingasögur, Guðrún Nordal tekur til meðferðar Sturlungu, Sverrir Tómas- son skrifar um sagnaritun á miðöldum, ffæðirit alls konar, bæði þýdd og ffum- samin, og trúarbókmenntir í lausu máli, Torfi Túlinius gefur yfirlit yfir fornald- arsögur og riddarasögur, og síðan tekur Böðvar Guðmundsson við og segir frá bókmenntum af öllu tagi frá siðaskipta- tímanum og fram til miðrar 18. aldar. Krossgátur verða lifandi Höfundarnir hafa allir unnið verk sitt mjög vel, og er ástæðulaust og yrði auk þess allt of langt mál að reyna að gera grein fyrir þætti hvers og eins. Þess í stað verður látið nægja að líta á það sem undirrituðum fannst einkum nýstár- legt. Má þar fyrst telja gagnmerkan kafla um dróttkvæði. Þetta er einn erfiðasti hluti fornbókmenntasögunnar, þar sem fjölmargir lesendur fornsagna eru lík- legir til þess að gefast upp á vísunum eftir stutta tilraun og kveða upp þann úrskurð að þetta séu steindauðar bók- menntir, einhvers konar tilgangslausar krossgátur og ekki á neinn hátt erindi sem erfiði að reyna að komast í gegnum þær. En höfundi tekst að setja fram í mjög skýru máli þá hugsun sem er að baki hinni sérkennilegu málsbeitingu hirðskáldanna og sýna mönnum hvert þeir eigi að beina sjónum sínum og hvernig hægt sé að vega og meta hin einstöku verk. Má mikið vera, ef þessar skýringar eiga ekki eftir að opna ein- hverjum nýja leið að þessari óvenjulegu orðsins Iist. Með því að tengja saman fornaldar- sögur og riddarasögur, sem menn hafa hingað til gjarnan flokkað sér, er einnig nýju ljósi varpað á þessar bókmennta- greinar. Það kemur sem sé í ljós, að þarna er um að ræða sérstakan straum í bókmenntasögunni: fyrst koma ffam á sjónarsviðið elstu fornaldarsögurnar, í nánum tengslum við Eddukvæði og forna sagnahefð, síðan eru riddarasögur þýddar úr fornfrönsku og loks blandast þetta tvennt og upp kemur „íslenska rómansan“, þ.e.a.s. yngri fornaldarsög- ur og frumsamdar riddarasögur, sem eru af svipaðri formgerð þótt ýmislegt greini þær að. Þetta verður loks ein lang- lífasta bókmenntagreinin á íslandi, „af- þreyingarbókmenntir11 sem halda vin- sældum sínum öldum saman, og eiga skilið fulla athygli þess vegna, þó ekki væri neitt annað. Loks er það nytsamleg nýjung að gera fræðiritum miðaldanna eins góð skil og hér er gert og draga fram í dagsljósið hve nátengd þau eru samtímalærdómi evr- ópskum. Þá kemur glöggt fram hversu vel Norðurlandabúar fylgdust með því sem var að gerast á meginlandinu bæði í guðfræði og vísindum alls konar, og létu sér ekki nægja að þýða heldur unnu einnig frumlega úr vísindunum. 1 þess- ari grein bókmenntanna er vitanlega erfitt að greina milli hlutar Islendinga og Norðmanna, en sú skynsamlega stefna 108 TMM 1994:3 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.