Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 135
barnæsku. En á hann sjálfan sækir enn- þá fjarlægri fortíð, atvik úr æsku hans sjálfs á Ströndum og þegar hann fyrst fór að heiman úr allt öðru samfélagi og veruleika en hann nú hrærist í. Þannig er teflt saman í þessari sögu ólíkum tím- um og persónum þar sem fortíðin og nútíðin takast bæði á innan þeirra sjálfra og á milli þeirra svo að úr verður sér- kennileg togstreita sem miðlar ónota- legri tilfmningu jafnvægisleysis og upplausnar. Önnur saga þar sem grunnsögusvið- ið er hér á landi er Hlaupandi heimdrag- flrsem er gott dæmi um þá framandlegu dulúð sem víða örlar á í sögum þessum. Á yfirborðinu segir þar frá fjallgöngu á Vestfjörðum þangað sem sögumaður er kominn um langan veg með konu sína ólétta. Þau farast á mis og sögumaður ákveður að bíða hjá vörðu einni. Fyrr en varir erum við komin á fleygiferð um hugarheim sögumannsins þar sem í bland við upprifjun hans á því sem gerst hefur á þessu ferðalagi dúkka upp alls kyns ævintýraminni, fólk og atburðir sem virðist koma upp í draumi eða vökudraumi sögumanns, stef umhverfis villu og ráf í þoku á fjöllum. 1 þessari sögu er farið úr þekkjan- legum og kunnuglegum raunveruleika íslenskrar náttúru og fjalla yfir á svið ævintýra og ímyndunarafls, skipt ört um sjónarhorn og svið og enn er lesand- inn settur í þau spor að hann veit varla hvaðan á sig stendur veðrið nema að vel athuguðu máli. Eins og fleiri sögur í þessari bók er sagan vel ofin og höfundi tekst einkar vel að fella saman þá ólíku þætti sem hann kýs að vinna með og skapar sérstæða heild. Þetta eru alls ekki einu furðurnar sem fyrir ber í sögunum því atburðir og að- stæður eru oft býsna nærri mörkum hins hefðbundna veruleika ef ekki er beinlínis farið út úr honum, en alls eng- in ástæða er til þess að kvarta yfir því, nema síður sé. Út úr textanum Sögurnar eru skrifaðar á hressilegu máli og hispurslausu og þar sem sögumenn eru oft að rifja upp fýrir sér liðna atburði bregður oft fyrir einhverskonar alþýð- legum upprifjunarstíl sem höfundur hefur gott vald á. Höfundur bregður oft fýrir sig vísun- um í aðra texta eða þekkta atburði úr sögum. Dæmi um það má til dæmis færa úr sögunni sem nefhd er hér að ofan en þar segir á einum stað: Hó! Hvað straukst þar við fótlegginn? Datt ekki einu sinni í hug að grípa til Brjáns. Brá svo. Þaut þar eitthvað í holti, eitthvað sem vildi blóði væta þurran góm? Eða var það feigðin sem kallaði? Það mundi hún vísast segja, eitthvað í þá veruna. Ég held áfram að tálga. (bls. 98.) Þessi aðferð er mjög vandmeðfarin og hef ég allt of oft séð unga höfunda ofgera í þessu efhi og eyðileggja annars ágætar sögur með geigandi notkun vísana. Því er ekki að heilsa hér. Rúnari Helga er einkar lagið að beita þessari aðferð og nær oft hvorttveggja í senn að útvíkka merkingu textans og Ijá honum kímið yfirbragð. Hnit Ég veit ekkert um badminton eða hnit eins og sá leikur mun vera kallaður á íslensku, en í uppröðun og nafngiftum sagnanna í þessari bók mun stuðst við heiti og munstur frá þeirri íþrótt. En þó að ég kveiki ekki á neinum perum við að sjá þetta truflar það heldur alls ekki þótt fáffæðin á því sviði sé alger en gefur ffóðum væntanlega eitthvað til að hugsa um. TMM 1994:4 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.