Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 34
SALVÖRnordal
Eftirsókn eftir vindi
í huga stóumanna felst hamingja einstaklingsins í dyggðugu lífi en dyggðirn-
ar eru hin æðstu gæði og það eitt sem eftirsóknarvert er í sjálfu sér. Höfuð-
dyggðirnar eru viska, hugrekki, hófstilling og réttlæti og allar aðrar dyggðir
heyra undir þær. Nútímadyggðirnar eru hins vegar samkvæmt skoðana-
könnun Gallups: Heiðarleiki, hreinskilni, jákvæðni, traust, dugnaður, heilsa
og fjölskylda-vinátta.5 Hvernig falla þessar hugmyndir um hamingju að
hugmyndum stóumanna? Ef til vill er það ósanngjarnt að setja hugmyndir
nútímamanna undir mælistiku stóumanna þar sem að baki hennar býr
skipulögð og vel útfærð kenning en nútímadyggðirnar eru einvörðungu
fengnar með skoðanakönnun og tilviljanakenndu úrtaki. Þrátt fyrir þessa
fyrirvara er forvitnilegt að skoða þessar fornu og nýju dyggðir saman.
Þegar íslendingar eru spurðir að því hvaða hugtök eða atriði skipti þá
mestu máli svara flestir að heilsa og fjölskylda skipti þá mestu og þegar þeir
eru spurðir að því hvað skipti mestu máli í hamingjusömu lífi er svarið sterk
vina- og fjölskyldubönd. Það kemur ekki á óvart að heilsa, fjölskylda og vinir
skipta okkur máli í daglegu lífi. Góð heilsa er forsenda þess að við getum not-
ið ýmissa annarra gæða í lífrnu. Og náið samneyti við annað fólk meðal fjöl-
skyldu og vina er mikilvægt fyrir okkur sem félagsverur og einstaklinga. Ef til
vill skipta fjölskylduböndin meira máli fyrir okkur íslendinga sem lifum í
nánu samneyti við íjölskyldur okkar og í samfélagi þar sem ættarböndin
hafa löngum verið sterk.
En hversu mikilvæg er heilsan og fjölskyldan í huga stóumannsins? Á
þessa leið svarar Epiktet, heimspekingurinn og þrællinn:
Ef þú minnist við barn þitt eða konu þína, þá segðu við sjálfan þig: Ég
minnist aðeins við mannveru, ég mun ekki komast úr jafnvægi þótt
hún deyi.6
Svar Epiktets virðist ganga þvert á hugmyndir nútímamannsins. Að baki
svari hans liggur greinarmunur þess sem er eða er ekki á okkar valdi. Eins og
kom fr am fyrr í umfjöllun um ástríðurnar þá berum við ábyrgð á því hvernig
við bregðumst við því sem birtist í sál okkar þrátt fýrir að við berum ekki
ábyrgð á því áreiti sem við verðum fyrir. Viðbrögð okkar við utanaðkomandi
áreiti byggist á því að þekkja hvað er á okkar valdi og hvað ekki. í þessu er
þroski einstaklingsins falinn.
Epiktet segir:
Fávís ertu ef þú kýst að börn þín, kona þín og vinir lifi um aldur og
ævi, því að þá kýst þú þér vald á hlutum, sem þú átt engin ráð á, og vilt
eigi það, sem annarra er.7
32
www.malogmenning.is
TMM 2000:2