Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 108
RITDÓMAR
og „Hvítt pils“ sem bæði eru minnisstæð
og vel gerð.
Fjórði hluti Ljóðtímaskyns nefnist
Svart-hvítt og þar dregur skáldið gjarnan
upp ítrustu andstæður eins og í ljóðunum
„Hið svarta land“ og „Millistig“. Sem dæmi
um listfengi Sigurðar í knöppu ljóðformi
tek ég ljóðið „Trjágöng um vetur“:
Það snjóar á ljósin
í göngunum götuljósin
Trjágöngin enda
handan við sjónmál
Það dimmir og svartir fuglar
sitja á svörtum greinum
Fimmti og síðasti hluti bókarinnar heitir
Stundir og inniheldur tækifæriskvæði og
eru þau hvert öðru fallegra. Sem dæmi má
taka fyrsta ljóðið „Thor sjötugur“, fyrstu
erindin tvö eru svohljóðandi: „Mánasilfur
mjúkt / Inn um gluggann // Skáld í bláu
myrkri / Með gull í hjarta / Safnar ljósi“
Ljóðtímaskyn er afar vönduð bók og
áreiðanlega ein jafhbesta ljóðabók Sigurð-
ar Pálssonar. Það má greina ákveðna stíg-
andi í bókum hans og þróun í átt til yfir-
vegunar og einföldunar. En sem betur fer
heldur hann sköpunarkrafti sínum og
dirfsku, hann skoðar heiminn af ástríðu og
kann að meta það sem gefur lífinu gildi, í
Ljóðtímaskyni eru það fyrst og ffemst hinar
upphöfnu stundir og leiðslan sem sefa
angist mannsins. Jafnframt heyrist nýr
tónn í sumum ljóðum t.d. „Tvíhleypa" þar
sem lýst er í hnotskurn þýðingu dymbil-
vikunnar fyrir heiminn. Hún vekur „Nýj-
an söng sem lengi hafði beðið / í brumandi
liminu". En þegar allt kemur til alls er það
fjölbreytt sjónarhorn og víðsýni sem er að-
all Sigurðar Pálssonar sem ljóðskálds.
Guðbjörn Sigurmundsson
Launstafir einmanaleikans
Bragi Ólafsson: Hvíldardagar.
Bjartur 1999.192 bls.
Stundum er sagt að Islendingar telji
vinnusemi til æðstu dyggða og séu
sístritandi. Hvað sem hæft kanna að vera
í því er sá landi okkar sem segir ffá í
fyrstu skáldsögu Braga Ólafssonar einn
af þeim sem telja hag sínum best borgið
með mikilli vinnu og hún er helsta at-
hvarf hans í lífinu. Hann hefur ekki tekið
sér hvíld ff á störfum af fúsum vilja árum
saman, en þegar sagan hefst hefur hon-
um verið þröngvað til að fara í þriggja
mánaða sumarff í. Það er skemmst ff á því
að segja að þeir hvíldardagar reynast
honum ofviða og hann missir alla fót-
festu í lífinu.
Bókin er erfið aflestrar. Hún reynir á
þolrif lesandans, vekur bæði óþolin-
mæði og gremju, jafhvel depurð. Þetta
stafar þó ekki af því að stíll hennar sé
erfiður eða tyrfinn. Hann er þvert á móti
lipur og tær. Ástæðurnar eru einkum
þrjár. 1 fyrsta lagi er ffamvindan afar
hæg, það gerist fátt í bókinni og flest af
því sem boðað er fer út um þúfur. Les-
andinn er hafður að leiksoppi með því að
fá hann tfl að vænta einhvers sem aldrei
kemur. í öðru lagi er fyrstu persónu ffá-
sögnin mótsagnakennd og óáreiðanleg,
staldrar við hluti sem virðast engu máli
skipta, en ýjar aðeins að þeim atburðum
sem virðast hafa þýðingu fyrir það
hvernig komið er fyrir sögumanni. Les-
andinn á erfitt með að fóta sig og er sífellt
að hnjóta um eitthvað sem vekur spurn-
ingar en á sér engar nærtækar skýringar. I
þriðja lagi er sögumaður lokaður inni í
sínum eigin heimi, forðast samneyti við
aðra og finnst umheimurinn ógna ör-
yggi sínu. Smám saman magnast upp
andrúmsloft ótta og kvíða sem litar alla
ffásögnina. Lesandinn fær þó umbun
erfiðis síns eftir því sem snjöll bygging
106
www.malogmenning.is
TMM 2000:2