Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 84
Göran Tunström
Undan tímanum
Göran Tunström lést í Stokkhólmi 5. febrúar 2000 á sextugasta og þriðja
aldursári. Eftirfarandi kafli um tilurð Jólaóratóríunnar erþýddur úr bók hans
Under tiden sem út kom 1993 í kjölfar langrar ritkreppu. Titill bókarinnar er
tvírœður, getur merkt hvort heldur sem er „Á meðan“ eða „ Undan tímanum“
Sjálfur sagði Göran að þetta vœri „lítil bók um það að geta ekki skrifað“. Nær
væri þó að kalla hana mikla bók um það að skrifa.
Þórarinn Eldjárn
Ég þurfti að skrifa um Sorg.
Mig langaði að skoða reynslu sem ég hef deilt með mörgum og kanna
hvernig hún hagar sér við ýmsar aðstæður. Hvort sú reynsla væri einungis
neikvæð eða hvort ef til vill væri hægt að virkja átökin við sorgina með já-
kvæðum hætti. Vegna þess að þegar ég ígrundaði höfundarverk mitt komst
ég að því að sorgin var uppspretta þar sem nýtt og ferskt vatn niðaði sífellt. í
bók eftir bók hafði ég getað drukkið af „sorgarinnar tæru lind“
En Sorg er engin Saga.
Nóg var um atvik, en mig skorti regnhlífarsögu; yfirgripsmikla sögn sem
rúmaðist í fimm til tíu línum. Eins og þessa: Opinber starfsmaður vaknar
morgun einn og uppgötvar að hann hefur breyst í bjöllu og finnst það ekkert
sérlega þægilegt. Eða þessa: Sjóari sem heitir Odysseifur vill komast heim til
kellu sinnar eftir stríðið. Það tekur sjö ár, sem er alveg í það lengsta.
Mig langaði að skrifa skáldsögu sem væri margradda, þess vegna þurfti yf-
irgripið að vera stórt og einfalt, það varð að geta hnýtt saman alla þá fundi
sem ég vildi kanna, spil tengslanna, enda erum við mennirnir tengsl í anda
Bubers, ekki lokuð kerfi.
Sá sem er á veiðum finnur sér ævinlega bráð, eða með orðum Gyllenstens:
„maður gefur gaum að og ýtir undir það í lífi sínu og líferni sem getur vökvað
þennan vaxandi skapnað þannig að hann beri ávöxt. Innræting. Innlifun.“
Og nú vildi svo til að við vorum stödd í Asíu, í leit að annarri skáldsögu sem
um þær mundir hélt mér föngnum. Dag einn í Katmandu í Nepal - þar sem
við bjuggum í heljarkulda í mánuð - hittum við Svía sem vann við þróunar-
82
www.malogmenning.is
TMM 2000:2