Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Side 10
JÓN PROPPÉ að slíkt sé nefnt í samhengi við dyggðir og í sömu andrá og hugtökin heiðar- leiki, hreinskilni, jákvæðni, traust og dugnaður. Síðarnefndu orðin virðast af allt öðrum toga og samrýmast betur þeim hugmyndum sem flestir gera sér um dyggðir, að dyggð sé eitthvað sem maður getur ræktað með sér, persónu- eiginleiki eða árangur ögunar, íhugunar og góðs lífernis. Aftur á móti ræður því enginn sjálfur inn í hvaða fjölskyldu hann fæðist. Dyggðafræði eru ein elsta grein vestrænnar heimspeki og voru eitt af helstu viðfangsefnum hennar allt frá því fyrir daga Sókratesar og fram á sautjándu öld þegar hollenski heimspekingurinn Hugo Grotius (1583- 1645) og fleiri fóru að reyna að festa siðferði í náttúruleg og rökræn lögmál. Eftir það tóku flestir heimspekingar rökræna afstöðu til siðfræðinnar - eink- um undir áhrifum frá Kant (1724-1804) - allt þar til á tuttugustu öld að Max Scheler (1874-1928) gaf út bók sína Der Formalismus in der Ethik und die materiale Wertethik á árunum 1913 til 1916. Á síðari hluta aldarinnar tóku fleiri heimspekingar að fást við dyggðafræði og gengu þau þar fremst Eliza- beth Anscombe, Philippa Foot og Alasdair Maclntyre. Nú um stundir eru dyggðir aftur orðnar eitt algengasta umræðuefni siðfræðinga. Skilningur manna á dyggðum hefur að vonum breyst mikið gegnum tíð- ina. Maclntyre rekur nokkur stig í þeirri þróun og byrjar á dyggðaskilningi hetjusamfélaga, samfélags Grikkja á hetjuöld, íra fyrir kristni og íslendinga á söguöld.2 1 slíkum samfélögum tengjast dyggðir þeim skyldum sem ættar- samfélagið leggur mönnum á herðar og endurspeglast það til dæmis í því að á íslenskri tungu má tákna bæði skuldbindingar og skyldleika með einu orði: Skyldur. Sjálfsmynd fólks mótast fyrst og fremst af samfélagsstöðu þess og þær dyggðir sem mest um varðar - að minnsta kosti þar sem karlmenn eru annars vegar - eru þær sem gera manni kleiff að framfylgja skyldum sínum. I Ilíonskviðu eru líkamlegur styrkur, hugrekki og gáfur nefndar meðal dyggða og í Ódysseifskviðu er auður talinn til dyggða. Eftir því sem samfélögin breytast, breytast líka hugmyndir manna um dyggðir. í Aþenu á fjórðu öld f.Kr. er ekki lengur lögð áhersla á líkamlega hreysti og hugrekki, heldur meta menn meira visku og vináttu og aðrar þær dyggðir sem gagnast háþróuðu og tiltölulega friðsælu borgarsamfélagi. Heimspekingar hófust líka handa við að greina dyggðirnar og eru verk Aristótelesar (384-322 f.Kr.) helsta afrekið á því sviði. Hann lýsir því svo í Siðfræði Nikómakosar að hver dyggð sé meðalvegur milli tveggja lasta. Þannig er hugrekki sú dyggð að láta ekki bugast af ótta og sá sem er hræddur er kallaður huglaus og það er löstur. En ef maður gengur of langt og er algjör- lega óttalaus er það kallað fífldirfska sem er líka löstur. Dyggðin hugrekki er þannig millivegur milli tveggja lasta: Hugleysis og fífldirfsku. Á þennan hátt 8 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.