Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 104
RITDÚMAR
„tröllakirkja“, heiðin bygging undir yfir-
skyni guðshúss. Þess vegna runnu þeir
draumar út í sandinn. Sigrún er hins veg-
ar bjargföst í trú sinni þegar í upphafi
sögunnar, og smám saman kemur í ljós
að í lífi sínu er hún í glímu við guð al-
máttugan, eins og Job, sem margoft er
vitnað í: hversu miklu sem hún er svipt
ætlar hún ekki að hallmæla guði. Svo er
að sjá að þessa raun standist hún, að svo
miklu leyti sem nokkur mannlegur
máttur er fær um slíkt. Stundum hefur
hún í hótunum við almættið, hún segir
að ef guð taki frá henni einhvern sem enn
er eftir á lífi, muni aldrei gróa um heilt
milli þeirra. I hvert skipti sem hún nefnir
einhvern á þennan hátt, er eins og örlög
hans séu ráðin, en þrátt fyrir það missir
hún ekki trúna. Síðasta áfallið, lát fóstur-
dótturinnar Jóhönnu, sverfur harðast að
henni, og í sögulok er eins og hún sé að
bogna, missa ráð og rænu, en hún rís upp
aftur. Eins og Job fær hún aftur þá fjöl-
skyldu sem hún hafði misst, en þá er
henni orðið fullljóst að það er engin sára-
bót fyrir hana, frekar en það gat verið fyr-
ir Job. Meira getur hún þó varla vænst á
þessari „vetrarferð“ sinni gegnum tára-
dalinn.
„Hliðarmyndirnar“ tvær tengjast á
margvíslegan hátt inn í Blóðakur. Þannig
má t.d. líta svo á að læknirinn Hörður
samsvari Sigurbirni í Tröllakirkju, en þar
snýst sagan ekki fyrst og ffemst um mis-
heppnaða framadrauma hans heldur hitt
hvernig þeir eru notaðir í miskunnar-
lausu valdatafli þar sem hann sjálfur er
ekki annað en lítið peð. Á sama hátt er
gróðafyrirtækið mikla „Heiðnaberg“ að
vissu leyti hliðstæða veitingahúss Sig-
rúnar í Vetrarferðinni, en í allt öðrum
mælikvarða, og þar fá Vilhelmína og
Theodóra að lokum þá trú sem Sigrún
hafði ffá upphafi. Hins vegar er það
fremur séra Bernharður sem á í eins kon-
ar glímu við almættið, og snýst hún um
það hvort hann muni bogna í mótlætinu,
eins og Pétur postuli, og afheita sannfær-
ingu sinni. Þá raun stenst hann, og það á
sinn þátt í að endir Blóðakurs er mun já-
kvæðari en sögulok „hliðarmyndanna".
En hér skal látið staðar numið. Því fer
fjarri að þessar bollaleggingar séu á
nokkurn hátt tæmandi, og verður að láta
lesendum eftir að þræða hin ýmsu stef
sem ganga í gegnum þennan marg-
slungna þríleik. Að lokum mætti þó
kannske benda á tvö atriði til viðbótar
sem lesendur gætu kannske haft að leið-
arljósi. I heimi þessara skáldsagna ríkja
ýmis lögmál, og er eitt þeirra á þá leið, að
aðgerðir manna, sem virðast kannske lít-
ilfjörlegar þegar þær gerast, geta haff ger-
samlega ófýrirsjáanlegar og stundum
mjög örlagaríkar afleiðingar, jafnvel
löngu síðar. Eitt einfalt dæmi um það er
atvikið, þegar Hörður læknir slær í bræði
áfengisglas úr höndum konu sinnar rétt
áður en hann þarf að fara í skyndingu á
læknavakt, en gætir þess ekki að hluti af
áfenginu skvettist á jakkaermina og lykt-
ar af því. Þetta leiðir til þess að hann er
síðar ákærður fyrir að hafa verið ölvaður
við vitjanir, þegar svo langt er liðið að
hann getur ekki komið neinum vörnum
við, og stuðlar þetta ásamt fleiru að því
að koma honum í þess konar klípu að
hann verður meðfærilegt verkfæri í
valdaglímu. Stundum verða orsaka-
tengsl af þessu tagi að löngum keðjum:
dæmi um slíkt er ekki síst að finna í
Vetrarferðinni, ffá framhjáhaldi Sigur-
gests í byrjun og fram að „arfinum" eftir
Kristján seint í sögunni. En þannig mætti
lengi telja. Annað lögmál nátengt þessu,
en þó í eðli sínu öðru vísi, er þannig, að ef
maður hefur í huga eða hótar ofbeldis-
aðgerð en ekkert verður af henni í það
sinnið, blossar hún kannske upp annars
staðar síðar án þess að nokkur bein
tengsl séu á milli. 1 Tröllakirkju lætur
Helgi sig dreyma um að skjóta illvirkj-
102
www.malogmenning.is
TMM 2000:2