Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 83
32. SÖNGUR Þessi ég gef nú þarfleg ráð, þeim ég við örðugleik hef náð ykkur í vanda að vara. Næga þó visku vart ég á varkárni til að gefa þá ykkur þeim eftir að fara. Þetta og allmargt annað hér í einsemd minni ég hugsa mér. Fals er ei mér í munni né heldur rugl í ráðafans, þau renna af vörum gamals manns, sannleikans sanna brunni. Ljóðið Martín Fierro skrifaði skáldið José Hernández í Argentínu á árunum 1872-1879. Það er eitt mikilvægasta bókmenntaverk Argentínumanna og tvímælalaust það Ijóð sem mesta umfjöllun hefur fengið í landinu. Ástæða þess er að Martín Fierro er þjóðfélagsádeila sem tekur á lífi „el gaucho" eða kúreka argentísku sléttunnar sem neyddist til að afsala sér firelsi sínu og einstaklingsvitund á 19. öld. Höfundur mótmælir þeirri kúgun og vanrækslu sem kúrekar máttu þola af hendi landeigenda, hermanna og argentískra stjórnvalda, sérstaklega eftir að einræði herforingjans Rosas sleppti árið 1852 og við tók stjórnmálastefna sem kennd var við framfarir (política de progreso). Hún byggði á forsendum borgarbúa en tók hvorki tillit til landsbyggðarinnar né minnihlutahópa sem máttu sín lítils. Alþjóðleg skírskotun ljóðsins er ótvíræð og innihaldsins vegna má enn nota það til varnar minnihlutahópum hvar sem er í heiminum. Vinsældir þess eru líka í samræmi við það og hefur ljóðið verið þýtt á annan tug tungumála. Martin Fierro hefst með óði til fortíðarinnar og lýsir því hvernig söguhetjan bjó f sátt og samlyndi við umhverfið ásamt konu og börnum þegar hann var neyddur í herinn, en slíkt er nokkuð algengt í latnesku Ameríku og kallast „la leva“. Síðar lendir Martín Fierro í útistöðum og verður manni að bana. Á flótta undan réttvísinni drepur hann enn fleiri en kemst undan til indjána sem lægst voru settir í þjóðfélaginu. Ljóðskáldið José Hernández fæddist í Chacra de Puyrredón árið 1834 og Iést árið 1886. Vegna heilsubrests fluttist hann út á slétturnar þar sem hann vandist lífi kúreka. Fjölskylda hans var klofin í afstöðu til trúar og stjórnmála. Móðir hans fylgdi andstæðingum einræðisherrans Rosas, en faðir hans var fylgismaður Rosas eins og flestir kúrekar. Ölst Hernández upp við ráðandi gildismat föður síns, bænda og kúreka. Hann lauk aðeins grunnskólanámi og á starfsævi sinni sinnti hann ýmsum störfum Hann vann meðal annars sem hermaður, embættismaður og blaðamaður. Fierro var ekki mikill hugmyndasmiður eins og landi hans skáldið Sarmiento sem skrifaði um svipuð efni á sama tíma og tefldi saman siðmenningu og villimennsku (civilización y barbarie). Skrif Hernández bera þess vitni að hann var góður áhorfandi og bar gott skynbragð á líf og venjur kúreka sléttunnar. Ávöxturinn er Martín Fierro. Næstsíðasti kafli ljóðsins, söngur 32 sem hér birtist í þýðingu Böðvars Guðmundssonar og Margrétar Jónsdóttur, er ávarp kúrekans til sona sinna. Ljóðið er ekki mælt ffam af vörum þess sem hefúr alla tíð breytt rétt og talar því af reynslu. Martin Fierro er dæmigerð andhetja og blóði drifinn lífsferill hans stangast á við almennar hugmyndir um það hvernig á að lifa lífinu. Heilræðavísurnar eru skrifaðar þar sem Fierro lítur um öxl, sér hversu grátt lífið hefur leikið hann og vill koma í veg fyrir að synir hans feti sama veg. M.J. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.