Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 41
Meyjarnar eiga að óttast Guð eins og bam óttast föður sinn. Þær
eiga að hugsa um reiði Guðs gagnvart syndinni og skelfast í sínu
hjarta. Þær eiga að gjöra sig Guði undir orpnar og hegða sér eftir
hans vilja. Jómfrúr eiga að meðkenna með hjarta og munni að hið
góða öðlast þær í öngvan máta af sjálfum sér eða af nokkurri tilvilj-
un, heldur aðeins af Guði. Jómfrúr eiga að vera trúfastar og einfald-
ar, láta hreinsinnaðar í ljósi meiningu sína og láta sér falla það sem
aðrir gera og segja, líta á það með hlýhug og ekki að hafa illan grun
um annað fólk nema þær neyðist til þess. Þær eiga að varast að hafa
óstöðugt orðatiltæki sem hefðu þær tvær tungur.
Dyggðaspegill
6 von
Vonin er í þessum tveimur dæmum tengd almættinu, jafnvel því síð-
ara þótt það fjalli um líkamlega ást.
Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng,
að sólin skein í gegnum dauðans göng.
Matthías Jochumsson, um Hallgrím Pétursson
Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Jónas Hallgrímsson, úr kvœðinu Ferðalok
7 kærleikur
Það mætti finna endalausar tilvitnanir um kristilegan kærleika á síð-
ari öldum, en ég læt eina nægja. Valdi síðan tvær tilvitnanir frá 19.
öld um kærleikann sem bindur barn og foreldri. Samtíminn er svo
kaldhæðnislegur og langt frá því að yrkja eitthvað svona innilegt,
einlægt og fallegt!
Miskunnsemi er þegar ein manneskja lætur sér til hjarta ganga
ánauð og mótgang þeirra frómu og guðhræddu, hefur hjartanlega
meðaumkvun og hugsar um ráð og meðul hvemig þeim megi
hjálpað verða. Kvenfólk er af náttúrunni hneigt til miskunnar.
Dyggðaspegill
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína;
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
Sveinbjöm Egilsson, staka ort til dóttur hans
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
39