Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Síða 97
Vilhj álms-krossgáta
Fyrsta gáta af sex
í krossgátunni skal fylla stafa-eyðurnar með nöfnum leikinna persóna í
leikritum Shakespeares. Skulu sum þeirra lesin lárétt, önnur lóðrétt. Vísað er
til leikorða úr hlutverki hverrar persónu.
Ráðlegt gæti verið að renna fyrst augum yfír leikorðin. Komi eitthvað af
þeim kunnuglega fyrir sjónir, væri e.t.v. reynandi að heíja leikinn þar, enda sé
í nafni þeirrar leikpersónu, sem svo mælir, sá stafafjöldi sem við á.
Af hjálpargögnum skal bent á nafnaskrá í 8. bindi heildarútgáfú AB/MM,
þar sem ensk nöfn persónanna eru í stafrófsröð og íslenzk nöfn fylgja. Þar er
og vísað til leikrita. Skammstafanir nafna á leikritum eru skýrðar í 1. bindi,
bls. 27-8. En röð leikritanna í bindunum er sýnd aftast í 8. bindi.
Ef leikorð, sem vísar til sex stafa eyðu, er „Að vera eða ekki vera“, þætti
flestum óhætt að skrifa þar Hamlet. Á nafnaskránni sést að persóna með því
nafhi kemur fyrir í leikritinu Hamlet Dana-prins, og er staðurinn þá
fljótfundinn meðal þeirra leikorða sem þar eru merkt Hamlet. Ef fram
kemur að m-ið í Hamlet er þriðji stafurinn í fimm stafa eyðu, og lesandinn
kemur ekki fyrir sig persónunni sem þar er vísað til, né rennir grun í hvert
leikritið muni vera, er líklegt að hann staldri við nafnið Rómeó í
nafnaskránni og er þá e.t.v. kominn á rétta sporið. Góða skemmtun!
Á einum stað er hertogi kenndur við hertogadæmi sitt.
H.H.
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
95