Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 55
DYGÐIR ÍSLENDINGA tímabilið frá landnámi til siðaskipta miðaldir (tnedium ævum) því það hug- tak var búið til af ítölskum húmanistum seint á fimmtándu öld til þess að marka það tímabil lægðar í evrópskri menningu sem talið var þá hafa staðið frá falli vestrómverska ríkisins á fimmtu öld og fram til þeirrar „endurfæð- ingar“ (rinascimento) sem þeir sjálfir töldu sig standa fyrir. íslendingar litu hinsvegar á þetta tímabil sem sína glæstu „fornöld“, auk þess sem lífshættir og hugarheimur íslenskrar alþýðu héldust að miklu leyti óbreytt allar götur fr am á nítjándu öld, þótt hin menntaða yfirstétt hafi náttúrlega í ríkara mæli en alþýðan tekið þátt í þeim „nútíma“ sem var að gerast á meginlandinu. Islenskir alþýðumenn þýddu og frumsömdu mikinn fjölda fornmanna-, riddara- og ýkjusagna eftir siðaskiptin, jafnt sem fýrir þau, þótt aðeins örlítið brot þessara yngri sagna hafi náð á prent.20 Ástæðan fyrir því að íslendingar héldu áfram að skrifa og lesa handrit var sú að nánast ekkert var prentað af veraldlegum bókum hér á landi frá upphafi prentverks og fram til þess að prentsmiðjan í Hrappsey tók til starfa árið 1773. Þangað til var prentun bóka í höndum kirkjunnar, sem yfirleitt áleit veraldlegar sögur, ogþar með íslend- ingasögur, ekki prenthæft efni. Ef kirkjunnar menn hefðu fengið að ráða hefði íslensk alþýða gleymt hinum fornlegu kvæða- og sagnadygðum sínum og tekið þeirra í stað réttsýna lúterska sálma og kristilegar hugvekjur. Fræg að endemum er sú heita ósk Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups í formála að nýrri íslenskri sálmabók að „af mætti leggjast þeir ónytsamlegu kveðlingar, trölla og fornmanna rímur, mansöngvar, afmors vísur, brúna kvæði, háðs og hugmóðs vísur, og annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, níð og kerskni, sem hér hjá alþýðu fólki framarmeir er elskað og iðkað Guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu, en í nokkru kristnu landi öðru, og meir eftir plagsið heiðinna manna en kristinna á vökunóttum og öðrum manna mótum etc. Sömuleiðis í veislum og gesta- boðum heyrist varla annað til skemmtunar haft og gleðskapar en þessi hé- gómlegi kvæðaháttur, sem Guð náði.“21 Veitum því eftirtekt að biskupinn er ekki að kvarta yfir pápískri „múnka- villu“ eða „Maríudýrkun“ sem í öðrum löndum var eitt þyngsta áhyggjuefni klerka í hinum nýja sið, heldur kvartar hann, næstum sex hundruð árum eft- ir kristnitöku á Islandi, yfir kveðskap og lesefni sem er „meir eftir heiðnum plagsið“ en kristnum. Svo virðist sem ósk biskupsins hafi engin áhrif haft, ekki frekar en áminning til presta um húsvitjanir og tilskipun um húsaga á íslandi frá 1746, þar sem jafnvel er lagt straff við upplestri hinna gömlu sagna og rímna „sem kristnum sómir ekki um hönd að hafa og heilagur ande angrast við“ eins og segir í húsagatilskipuninni. Upplestur hvers kyns sagna og rímna hélt engu að síður áffam að vera skemmtun sveitafólks í landinu þegar það sat á baðstofuloftum torfbæja að kvöld- og veturlagi við vinnu TMM 2000:2 www.malogmenning.is 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.