Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 21
DYGGÐIRNAR SJÖ AÐ FORNU OG NÝJU
einn ræktað sinn dyggðakrans! Nú eru dyggðir hins nýja dyggðakvers ljósar
og komið að útleggingu.
Viskan hefur fengið nýjan búning í samtímanum, enda lítur samtíminn á
vitið sem vafasama veru. Viskan er ekki lengur ein, kyrr og algild og jafnvel
gæfulegast til vellíðunar að „af-hugsa“ eða „af-vitka“ sig. Viska völvunnar og
Óðins er lítils metin, kristnin barðist enda gegn henni. Viskan varð endan-
lega rugluð síðustu öldina við offramboð upplýsinga og spekirita ýmislegra
frá ýmsum heimshornum. Viskan hefur lengi verið á tilboðsverði í bóka-
búðum, trúarhópum og háskólum. Hreinskilnin hefur tekið við af viskunni,
eftir að viskan viðurkenndi hvað hún væri afstæð og heilarannsóknir sýndu
fram á kaos hugsunarinnar. Eftir það varð viskan einfeldningsleg. Eina vitið í
samtímanum er að segja hug sinn. Þeir sem þykjast vera þroskaðir og hafa
uppi slíkt hjal eru bara froskaðir að fara með klisju. Gakktu eins langt og þú
getur með hreinskilnina, og hafðu hinar nútímadyggðirnar jákvæðni og
vináttu með þegar þú segir hug þinn. Mundu að segja alltaf „mér finnst“ á
undan hreinskilninni, þú hefur ekki ráð á meiru. Þú ert bara api að búa til
hljóð að þinni líðan undir stjórn hins hála heila. Slepptu því að segja hvað
aðrir hafa sagt um viðkomandi mann eða málefni, þú hefur ekki rétt til þess
að segja það og myndir hvort sem er skæla það því að minnið er svo veikt.
Vitrast er að segja af hreinskilni eitthvað fáránlegt sem framkallar hlátur og
vellíðan.
Hugrekki er úrelt dyggð. Dugnaður hefur komið í hennar stað. Orðtakið
„að duga eða drepast“ sýnir hvað þessi hugtök eru skyld. Við fáum ekki leng-
ur að drepa hver annan í stríði eða í skærum í héraði, eða láta ljón éta okkur
fyrir trúna. Ekki þarf beint hugrekki gagnvart dauðanum lengur, við höfum
heilan her lækna til að verjast honum og draumsóleyjarmeðul gegn sársauk-
anum. Nú er það bara þetta seiga sem hefur með lífsviljann að gera sem eftir
er: dugnaður.
Dyggðin hófstillingheiúr nú heilsa. Það má ekki gera of mikið af neinu, þá
missir maður heilsuna. Þetta kenndu læknavísindin okkur. Niðurstaða ís-
lenskrar erfðagreiningar um að langlífi sé ættgengt, skyldi hún ekki vinna
gegn dyggðinni heilsu? Genin virðast ráða meiru um heilsuna og endinguna
en heilsufæðið og líkamsræktin.
í stað dyggðarinnar réttlætis höfum við heiðarleika núna. Heiðarleikinn
vísar beint til reglu á ytra borði mannlegra samskipta eins og réttlætið. Rétt-
læti annars heims fór úr tísku með dölun kristninnar, svo bættist skipbrot
kommúnismans við svo að réttlæti framtíðarinnar varð að engu. En ekki má
gleyma að með réttlátara stjórnarfari en áður höfum við öðlast mikið rétt-
læti í samtímanum. Lýðræði og frjáls fjölmiðlun tryggja mannréttindi og
TMM 2000:2
www.malogmenning.is
19