Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 67
DYGÐIR ÍSLENDINGA meira virði í peningum en allir bankar á íslandi samanlagðir plús Eimskipa- félagið, en þetta fyrirtæki þrífst og nærist á því starfi sem skráningar- og varðveisludygðir íslendinga hafa áorkað í gegnum aldirnar. Hinn miðlægi gagnagrunnur á heilbrigðissviði á að gleypa þetta starf fslendinga í gegnum aldirnar. Það er lítil dygð að íslensk þjóð sé einsleit og hafi verið landfræði- lega, þó ekki menningarlega, einangruð í gegnum tíðina, en hins vegar er það beinn aff akstur íslenskra dygða að til eru nákvæmar upplýsingar um heilsu- far þjóðarinnar, sem ná affur til upphafs tuttugustu aldar, og engin önnur þjóð ræður yfir slíkum ættff æðigögnum um sjálfa sig sem íslendingar. Þetta eru verðmætin sem deCODE genetics, Inc. vill komast yfir og selja til lyfja- fyrirtækja og tryggingafélaga. Að auki vill það ganga enn lengra í skrásetn- ingu íslendinga en nokkru sinni áður með því að skrá ekki aðeins nöfh okkar, fæðingardaga og dánardægur ásamt fjölskyldutengslum, heldur vill það beinlínis skrásetja innvolsið í okkur, erfðaefhin sjálf. Hins vegar er það mjög á huldu hvaða tilgangi slík skráning getur þjónað og varla hefur fyrirtækið hækkað í verði á verðbréfamarkaði vegna óraunhæffa loforða þess um að genalækningar séu á næsta leiti, eða að með því að tengja gen við sjúkdóma sé hægt að þróa lyf við þeim sjúkdómum. Maður verður að reikna með að þeir sem ákvarða verðið á hlutabréfamarkaði viti að tæknin til þess arna er ekki til og verður ekki til í nánustu ff amtíð.42 Helst er hægt að hugsa sér að skrásetn- ing erfðaefnis íslendinga muni koma að gagni þegar lyfjafyrirtækið sem kostar starfsemina þarf að velja sér sjúklinga til þess að reyna á ný lyf, eða gömul lyf sem ekki er verjandi að nota nema á sannanlega sjúkt fólk vegna þess að þau eru svo hættuleg. Miðlægi gagnagrunnurinn ætti að koma að góðu gagni í því verkefni, og það skýrir ef til vill hvers vegna lyfj afyrirtækið er svo áhugasamt um framkvæmdina. En mér er skylt að taka fram að ég er að- eins áhugamaður um þessi mál og hef fylgst með þeim úr nokkurri fjarlægð, og þótt ég hafi fljótlega gengið í samtökin Mannvernd þá er skilningur minn á þessu vísindasviði auðvitað takmarkaður. Hvernig skal enda slíka umfjöllun? Er ekki fullljóst orðið að hlutirnir ættu að ganga í ff amtíðinni eins og þeir hafa gengið frá landnámi, í grófum drátt- um? Fyrst íslendingum ætlar að takast að flytja eiginverk sitt inn á svið tölvutækninnar - þetta eiginverk sem okkur tókst jafhvel að rækta án ritlist- arinnar og prentlistarinnar - er þá ekki alveg ljóst að það mun verða ræktað áfram á tuttugustu og fyrstu öld, sennilega af meira kappi en nokkru sinni áður? Þegar verkefnið er söfnun og skráning upplýsinga standa íslendingar sig betur en flestar aðrar þjóðir, þótt dugnaði og ffamkvæmdasemi okkar í öðru sé oft stórlega áfátt. Þessu til stuðnings mætti kannski benda á vel- gengni hins splunkunýja upplýsingakerfis Þjóðminjasafnsins, Sarps. Það er aftur lýsandi fyrir dygðir íslendinga að framkvæmdin við þennan gagna- TMM 2000:2 www.malogmenning.is 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.