Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 100
Ritdómar Besti drátturinn? Ólafiir Gunnarsson: Vetrarferðin. Forlagið 1999.482 bls. Rétt er að segja hverja sögu eins og hún gengur. Ég var naumast byrjaður að lesa Vetrarferðina eftir Ólaf Gunnarsson, þegar ég varð svo altekinn af örlögum Sigrúnar, Sigurgests, fjölskyldu þeirra og ýmissa venslamanna, svo og þeirri flóknu atburðafléttu sem þau lentu í, að ég gat tæplega slitið mig ffá lestrinum eða um annað hugsað og laumaðist sí- fellt til að lesa áfram um leið og eitthvert færi gafst. Ég veit reyndar að ég var ekki einn um þetta, og hefði mátt letra varúð- arorð á kápuna, svo lesendur gættu þess að verða ekki svo viðutan í daglega lífinu út af bókinni að þeir yrðu hættulegir sjálfum sér eða umhverfmu. Hér gæti reyndar staðið amen eftir efninu, því hvaða þörf er að segja meira, ef bók heldur huga lesendanna föngn- um? Verður ekki að líta svo á, að með því hafi höfundurinn náð svo mjög tilgangi sínum að aðrir hafi litlu við það að bæta? En á flestum nautum er þó víst einhver hali, og var það framhaldið, að eftir lest- urinn sóttu að mér ýmiskonar og fremur ruglingslegar hugsanir. Um leið og ég lokaði bókinni fann ég til efa og jafnvel vissrar andúðar. Mér fannst sagan þröng og lokuð þegar upp var staðið, mun kaldranalegri en fyrri sögur höfundar, Tröllakirkja og Blóðakur, og var þó varla á það bætandi. Aðalpersónan Sigrún fannst mér jaðra við að vera ógeðfelld, hún hafði ekki þessa misheppnuðu framadrauma sem gerðu arkitektinn Sigurbjörn í Tröllakirkju og lækninn Hörð í Blóðakri að athyglisverðum mönnum, þrátt fýrir allt, hún vildi ein- ungis verða veitingakona til að hala inn peningum, og þá peninga fékk hún, sennilega í talsvert meira mæli en hana hafði dreymt um, en missti fjölskyldu sína í leiðinni og leiddi jafirvel suma sína nánustu í glötun. Hún var grunn og kaldlynd, og fjárgræðgin virtist bera flestar aðrar tilfinningar ofurliði; við sína nánustu gat hún verið furðulega grimm og jafnvel misnotað þá; manni leið ekki sérlega vel í návist hennar. En ég sá fljótt að þetta var ekki alveg réttlátur dómur. Að sögn höfundar mynda skáldsögurnar þrjár, Tröllakirkja, Blóðakur og Vetrarferðin þríleik, og þótt það kunni að hljóma undarlega í fyrstu, þar sem þær fjalla alls ekki um sömu per- sónurnar, né heldur um skylda atburði að því best verður séð, og gerast á mis- munandi tímum, kemur í ljós við nánari ígrundun, að þessa yfirlýsingu verður að taka í hæsta máta alvarlega. Af því leiðir að ekki er hægt að vega og meta Vetrarferðina eina og sér, heldur verður að líta á hana sem hluta af stærri heild og byrja þá á því að athuga hvernig hún fell- ur inn í það samhengi. Þessi þríleikur Ólafs Gunnarssonar er óvenjulegt verk. Undanfarna áratugi hafa skáldsagnahöfúndar mjög hneigst 98 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.