Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 100
Ritdómar
Besti drátturinn?
Ólafiir Gunnarsson: Vetrarferðin.
Forlagið 1999.482 bls.
Rétt er að segja hverja sögu eins og hún
gengur. Ég var naumast byrjaður að lesa
Vetrarferðina eftir Ólaf Gunnarsson,
þegar ég varð svo altekinn af örlögum
Sigrúnar, Sigurgests, fjölskyldu þeirra og
ýmissa venslamanna, svo og þeirri
flóknu atburðafléttu sem þau lentu í, að
ég gat tæplega slitið mig ffá lestrinum
eða um annað hugsað og laumaðist sí-
fellt til að lesa áfram um leið og eitthvert
færi gafst. Ég veit reyndar að ég var ekki
einn um þetta, og hefði mátt letra varúð-
arorð á kápuna, svo lesendur gættu þess
að verða ekki svo viðutan í daglega lífinu
út af bókinni að þeir yrðu hættulegir
sjálfum sér eða umhverfmu.
Hér gæti reyndar staðið amen eftir
efninu, því hvaða þörf er að segja meira,
ef bók heldur huga lesendanna föngn-
um? Verður ekki að líta svo á, að með því
hafi höfundurinn náð svo mjög tilgangi
sínum að aðrir hafi litlu við það að bæta?
En á flestum nautum er þó víst einhver
hali, og var það framhaldið, að eftir lest-
urinn sóttu að mér ýmiskonar og fremur
ruglingslegar hugsanir. Um leið og ég
lokaði bókinni fann ég til efa og jafnvel
vissrar andúðar. Mér fannst sagan þröng
og lokuð þegar upp var staðið, mun
kaldranalegri en fyrri sögur höfundar,
Tröllakirkja og Blóðakur, og var þó varla á
það bætandi. Aðalpersónan Sigrún
fannst mér jaðra við að vera ógeðfelld,
hún hafði ekki þessa misheppnuðu
framadrauma sem gerðu arkitektinn
Sigurbjörn í Tröllakirkju og lækninn
Hörð í Blóðakri að athyglisverðum
mönnum, þrátt fýrir allt, hún vildi ein-
ungis verða veitingakona til að hala inn
peningum, og þá peninga fékk hún,
sennilega í talsvert meira mæli en hana
hafði dreymt um, en missti fjölskyldu
sína í leiðinni og leiddi jafirvel suma sína
nánustu í glötun. Hún var grunn og
kaldlynd, og fjárgræðgin virtist bera
flestar aðrar tilfinningar ofurliði; við
sína nánustu gat hún verið furðulega
grimm og jafnvel misnotað þá; manni
leið ekki sérlega vel í návist hennar.
En ég sá fljótt að þetta var ekki alveg
réttlátur dómur. Að sögn höfundar
mynda skáldsögurnar þrjár, Tröllakirkja,
Blóðakur og Vetrarferðin þríleik, og þótt
það kunni að hljóma undarlega í fyrstu,
þar sem þær fjalla alls ekki um sömu per-
sónurnar, né heldur um skylda atburði
að því best verður séð, og gerast á mis-
munandi tímum, kemur í ljós við nánari
ígrundun, að þessa yfirlýsingu verður að
taka í hæsta máta alvarlega. Af því leiðir
að ekki er hægt að vega og meta
Vetrarferðina eina og sér, heldur verður
að líta á hana sem hluta af stærri heild og
byrja þá á því að athuga hvernig hún fell-
ur inn í það samhengi.
Þessi þríleikur Ólafs Gunnarssonar er
óvenjulegt verk. Undanfarna áratugi
hafa skáldsagnahöfúndar mjög hneigst
98
www.malogmenning.is
TMM 2000:2