Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 96
AÐALSTEINN INGÓLFSSON Barið í brestina Nú vitum við að með „Pressudómnum“ árið 1992, þar sem tveir blaðamenn voru dæmdir í fjársektir fyrir að gefa í skyn að Gallerí Borg væri með óhreint mjöl í pokanum, tapaðist gullvægt tækifæri til að stöðva þessa svikamyllu áður en verulegt tjón hlaust af. Þeir sem annars hefðu efnt til frekari rann- sókna á viðskiptaháttum gallerísins létu sér dóminn að kenningu verða. Of- vöxtur virðist einnig hafa hlaupið í sjálfstraust þeirra gallerímanna eftir uppkvaðningu dómsins; a.m.k. leiða athugarnir Ólafs Inga Jónssonar í Ijós að í kjölfarið streymdu vafasöm verk inn á markaðinn sem aldrei fyrr. Sjálfsagt mun það taka einhver ár að komast fyrir þessa óværu á íslenskum listaverkamarkaði. Meðan sérffæðingar gaumgæfa þann aragrúa verka sem kærð hafa verið mætti dómskerfið byrja á því að taka „Pressumálið“ upp á nýjan leik og hreinsa æru þeirra sem fyrstir „blésu í flautuna“ svo notað sé alþjóðlegt hugtak í blaðamennsku. Hvernig verður svo barið í alla þá bresti sem þetta fölsunarmál hefur opin- berað? Það má auðvitað hvetja landsmenn til að breyta um afstöðu og taka upp „kategorískan þankagang" sem auðveldi þeim að greina á milli ólíkra listrænna afurða, eins og Halldór Björn gerir í niðurlagi greinar sinnar. Ég veit sosum ekki hvernig á að standa að slíkri innrætingu. En með öðr- um aðferðum má skapa aðstæður sem sannarlega munu auðvelda mönnum að fóta sig á listaverkamarkaði og gera þá næmari á myndlist yfirleitt, þó svo þær muni aldrei geta fyrirbyggt starfsemi óvandaðra aðila með það sem lög- in kalla „eindreginn brotavilja". Hér vil ég einungis tilgreina þrjú úrræði, og er ekkert þeirra sérstaklega frumlegt: í fyrsta lagi þarf að hefja reglulega kennslu í íslenskri myndlistarsögu bæði á grunnskóla- og menntaskólastigi, og gera fólki einnig kleift að nema hana til B.A. gráðu á háskólastigi. í öðru lagi er brýnt, með áætlunum til margra ára, að hrinda í framkvæmd heildarskráningu á verkum helstu listamanna okkar, lífs og liðinna. Og loks verður að taka lögin um uppboðsfyrirtæki til endurskoðunar, banna eigendum slíkra fyrirtækja að stunda innherja- viðskipti af því tagi sem Gallerí Borg virðist hafa gert og skylda þau til að leggja fram eigendasögur verka, óski viðskiptavinir eftir þeim. Allt útheimtir þetta gríðarlega forvinnu og samvinnu bæði sérfræðinga og stofnana á ýmsum sviðum. Og ekki síst umtalsverðar fjárhæðir. En miðað við þær fjárhæðir sem nefndar hafa verið í tengslum við falsanir á íslenskum listaverkum í rúman áratug, þá verða þessi úrræði ekki lengi að gera í blóðið sitt. 94 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.