Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 23
DYGGÐIRNAR SJÖ AÐ FORNU OG NÝJU verður það ein helsta ögrun lífsins að finna sín eigin dyggðaviðmið og sína eigin siðffæði. En niðurstaðan úr könnuninni bendir til þess að á íslandi ríki gamaldags hugarfar varðandi dyggðirnar. Við höfum ljós viðmið sem gera það auðvelt að falla inn í samfélagsmynstrið og lifa góðu lífi. Ég er sem sagnfræðingur afar meðvituð um þá menningarlegu mótun sem ég burðast með. Það dúkkar upp í mér dyggð. Ég finn hún er kristin, hugsa til formæðra minna. Þá sé ég ffá Hollywood aðra nýtísku dyggð sem þegar lendir í stríði við hina. Hugmyndaífæði samtímans má líkja við járn- brautarslys þar sem dyggðir hinna ólíku heimshorna rekast á. Ég óska þess oft að mælistikur dyggða og synda væru einfaldar eins og trumbusláttur. Til hvers er verið að kenna manni boðorðin tíu þegar orðið er löglegt að brjóta sum þeirra? Hvað það væri auðvelt að komast gangstíg upp fjallið og þurfa ekki að ákveða hvert skref! Þannig var það í gamla daga, línurnar skýrar, rétta kenningin ein, kristin og lögbundin. Fornu dyggðirnar sjö eru allar fljótandi og afstæðar í samtíma fjölhyggj- unnar, nema réttlœtið. Frelsi, lýðræði og mannréttindi mynda grundvöll réttlætis óháðan trúarbrögðum, sem heimurinn leitast við að sameinast um. Mannapinn hefur áttað sig á að hann er svo gallaður að eina leiðin til að koma í veg fyrir heimsglæpi er sú að hann haldi sér undir því eff irliti sem felst í réttæti lýðræðisins. Þetta er eina dyggðin sem hægt er að gera sáttmála um og setja um lög. Hugmyndir um hinar fornu dyggðirnar sex, visku, hugrekki, hófstillingu, trú, von og kœrleika, eru affur á móti menningarbundnar um heim allan. Það sem eftir er af texta mínum er brotið upp í þrjá kafla, þar sem fornu dyggðunum sjö er fylgt gegnum íslandssöguna. Með dæmasafni um dyggðir í íslenskum textum, fýrr og síðar, leitast ég við að benda á þá ólíku þræði sem við sitjum uppi með í menningarlíkamanum. TMM 2000:2 www.malogmenning.is 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.