Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 11
DYGGÐIRNAR OG ÍSLENDINGAR fjallaði Aristóteles um fleiri dyggðir og íjórar þeirra - viska, hugrekki, hóf- stilling og réttlaeti - hafa síðan verið taldar til höfuðdyggða. Sjónarmið Aristótelesar réðu mestu á miðöldum og íylgir til að mynda Tómas af Akvínó (um 1225-1274) honum í skrifum sínum á þrettándu öld, þótt önnur sjónarmið hafi líka verið uppi, en kristnir heimspekingar bættu þremur dyggðum við þær fjórar sem þeir tóku upp frá Grikkjum. Það eru dyggðirnar trú, von og kærleikur, sem eru undirstaðan að siðfræði Nýja testamentisins. Þannig verða til þær sjö höfuðdyggðir sem einkennt hafa kristni. En kristin viðhorf voru þó að mörgu leyti ósamrýmanleg þeim sem ríktu til forna og áherslur Nýja testamentisins oft í beinni andstöðu við tíðar- andann sem við finnum til að mynda hjá Aristótelesi. Siðfræði Aþenubúa á fjórðu öld miðaðist fyrst og ffemst við hina auðugu yfirstétt og auður var tal- inn til dyggða líkt og hjá Hómer, enda mátti færa rök fyrir því að sumar aðrar dyggðir - til að mynda gjafmildi - væru aðeins á færi auðugra manna. Mun- urinn á þessum viðhorfum er svo mikill að í kristni er auðmýkt talin til dyggða, en Aristóteles taldi hana löst. Hann taldi hins vegar göfuglyndi vera dyggð sem kristnir menn myndu jafnvel telja vera hroka eða stærilæti. f sam- félagi Aristótelesar var það aðeins á færi ríkra að ná siðferðilegri fullkomnun en í kristni var talið jafn ólíklegt að ríkur maður kæmist til himna og að úlf- aldi kæmist gegnum nálarauga; hinir fyrstu skyldu verða síðastir. Þetta er ástæða þess að Nietzsche (1844-1900) sagði kristni vera þrælasiðfræði, en hann dáðist einmitt mjög að samfélagi forngrikkjanna. Því fer fjarri að takmarka þurfi umfjöllun um dyggðir við kristnu höfuð- dyggðirnar sjö og sumir heimspekingar sem um þetta hafa fjallað hafa lýst allt að hundrað persónueinkennum sem þeir vilja telja til dyggða. Til forna voru dyggðir fyrst og ffemst skilgreindar með upptalningu á því sem prýðir menn, er gott og gagnlegt í fari þeirra, og lýsir trúnaði þeirra við ætt sína og samfélag. í miðaldakristni tengdust dyggðirnar einkum kristnu líferni og þeim viðhorfum sem birtast í Nýja testamentinu en mótuðust jafnffamt af þörfum lénsskipulagsins. í kjölfar endurreisnarinnar fer hins vegar aftur að bera á tilraunum til að skilgreina dyggðahugtakið sjálft, að grundvalla dyggðirnar á rökrænan hátt í skilningi okkar á mönnum og samfélagi þeirra. Þar ber hæst verk Spinoza (1632-1677) um siðfræði sem gefið var út skömmu eftir lát hans. Spinoza taldi að allt illt mætti rekja til þess að menn skorti getu og ffelsi. Dyggðin tengist því að maðurinn sé ffjáls til að gera það sem hann á að gera og hafi til þess getu og vald: „í mínum skilningi eru dyggð og vald eitt og hið sama.“3 Scheler átti seinna effir að útvíkka þennan skilning með því að segja að dyggð sé það þegar saman fari siðferðileg skylda og getan til að uppfylla hana: TMM 2000:2 www.malogmenning.is 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.